Útskýring frambjóðanda
Húsnæði er ein af grunnþörfum fólks en ekki hlutur braskarar geta leikið sér með.
Ríki, sveitarfélög og lífeyrissjóðir þurfa að starfa saman að þessari uppbyggingu sem lagt er til að verði gert með eftirfarandi hætti: Húsnæðissjóður almennings verður stofnaður sem mun afla 70% nauðsynlegs fjármagns með útgáfu skuldabréfa sem seld verða lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum. Tryggingar skuldabréfanna eru öruggar, því íbúðarhúsnæðið verður í öruggri langtímaleigu, og munu skuldabréfin því bera sambærilega vexti og ríkisskuldabréf. Um 13% kostnaðarins munu sveitarfélög og ríki leggja til í formi lóða og 17% kemur sem lán frá ríkissjóði á lægstu vöxtum, lán sem greiðist til baka á endingartíma íbúðanna. Fjármagnskostnaður verður því eins lítill og mögulegt er í dag.