Útskýring frambjóðanda
Trúarbrögð hafa, eins og öll önnur hugmyndafræði, verið misnotuð til að réttlæta eitt og annað miður gott. Það hvort trúarbrögð séu forsenda góðs siðferðis fer eftir hverjum og einum. Mín trú er það sem ég grundvalla siðferði mitt á. Hægt er að grundvalla gott siðferði á ýmissi annarri hugmyndafræði en trúarbrögðum.