Útskýring frambjóðanda
Það þarf að efla löggæslu með mannskap en ekki vopnum.
Árið 2014 komu hingað til lands 997,556 ferðamenn,
mannsfjöldi var þá 319,718 manns,
starfandi voru 655 menntaðir lögreglumenn,
og 2 afleysinga-menn.
Þá í heildina 657 lögreglumenn.
Árið 2022 komu hingað til lands 2,236,550 ferðamenn. (72% aukning),
mannsfjöldi var þá 383,726 manns (17% aukning),
starfandi voru 696 menntaðir lögreglumenn, (7% aukning),
og 85 afleysinga-menn (4150% aukning).
Þá í heildina 781 lögreglumenn (19% aukning).
Með þessar tölur í huga finnst mér fyrst og fremst þörf á að fjölga menntuðum lögreglumönnum ef efla á löggæslu á Íslandi.