Arnlaugur Samúel Arnþórsson

Arnlaugur Samúel Arnþórsson

5. sæti, Reykjavík norður
Svör frambjóðanda í Kosningaprófinu
Fullyrðing 1 af 70

Stórefla þarf löggæslu á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það þarf að efla löggæslu með mannskap en ekki vopnum. Árið 2014 komu hingað til lands 997,556 ferðamenn, mannsfjöldi var þá 319,718 manns, starfandi voru 655 menntaðir lögreglumenn, og 2 afleysinga-menn. Þá í heildina 657 lögreglumenn. Árið 2022 komu hingað til lands 2,236,550 ferðamenn. (72% aukning), mannsfjöldi var þá 383,726 manns (17% aukning), starfandi voru 696 menntaðir lögreglumenn, (7% aukning), og 85 afleysinga-menn (4150% aukning). Þá í heildina 781 lögreglumenn (19% aukning). Með þessar tölur í huga finnst mér fyrst og fremst þörf á að fjölga menntuðum lögreglumönnum ef efla á löggæslu á Íslandi.
Fullyrðing 2 af 70

Auka ætti útgjöld ríkissjóðs vegna listamannalauna

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Fella ætti niður heiðurslaun og efla frekar hlutverk listamannaluna í nýliðun. Einnig þarf að gæta þess að aðilar sem koma ekki úr fjársterkum bakkgrunn hafi jöfn tækifæri til að sinna list.
Fullyrðing 3 af 70

Það þarf að þyngja refsingar í kynferðisbrotamálum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Núverandi viðmið 1-16 ár eru ásættanleg. Það þarf hinnsvegar að að efla stöðu brotaþola og taka í gegn rannsóknarferlið. Í mörgum málum líður langur tími án þess að sýni séu greind eða sá kærði sé tekinn í skýrslu sem er hræðileg staða í ljósi alvarleika málana sem um ræðir.
Fullyrðing 4 af 70

Vegaframkvæmdir ætti í auknum mæli að fjármagna með innheimtu veggjalds eða annarra notkunargjalda fremur en með framlagi úr ríkissjóði

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Þjóðin ætti að vera frjálst að nýta vegakerfið án endurgjalds. Einnig myndu notkunargjöld í þeirri mynd sem hefur verið lagt til bitna á ósanngjarnan hátt á landsbyggðinni þegar átt er við gjaldtöku við brýr og göng.
Fullyrðing 5 af 70

Íslensk stjórnvöld ættu að beita sér fyrir viðskiptaþvingunum á Ísrael

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Í núverandi ástandi er allt vald til að mynda frið í höndum Ísraels. Á meðan Ísrael neitar að enda hernámið og heldur áfram þjóðarmorðinu á Gaza þá ættum við að gera það sem við getum til að þrýsta á Ísrael að binda enda á stríðið. Meðal annars með efnahagslegum refsiaðgerðum.
Fullyrðing 6 af 70

Almennt ætti að lækka skatta á Íslandi þó svo að það þýði að minnka þyrfti útgjöld ríkisins

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Góð velferðasamfélög eru byggð á góðu skattkerfi. Miklu frekar þurfum við úrbætur í kerfinu svo fólk sjái að skattlagninginn geti skilað af sér góðum hlutum.
Fullyrðing 7 af 70

Ísland ætti að standa utan Evrópusambandsins

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Mér finnst persónulega að við ættum að efla samstarf okkar við Evrópu og hin Norðurlöndin. En ákvörðunin sjálf ætti alltaf að fara fram í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Fullyrðing 8 af 70

Það er óásættanlegt að vera ávarpaður á ensku af afgreiðslufólki á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það er miklu frekar óásættanlegt hversu langt á eftir hinum norðurlöndum við erum í að aðstoða fólk sem vill læra tungumálið okkar við að sækja námskeið og kennslu.
Fullyrðing 9 af 70

Ríkið ætti að hafa beina aðkomu að aukinni uppbyggingu félagslegs húsnæðis

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Á milli 2011 og 2021 stækkaði heildarfjöldi venjulegra íbúða á íslenskum húsnæðismarkaði um 11.8%. Íbúðir í eigu Félagssamtaka fóru niður um 83.07% í heildarfjölda. Íbúðir í eigu Sveitarfélaga fóru niður um 52.77% í heildarfjölda. Íbúðir í eigu Rikisins fóru niður um 86.07% í heildarfjölda. Íbúðir í eigu fyrirtækja hinsvegar fóru upp um 105.91% í heildarfjölda. Við erum búinn að prófa að bara einkavæða. Ef við ætlum að raunhæft að ná að mæta eftirspurn eftir húsnæði þarf ríkið, sveitarfélög, og félagssamtök að taka þátt í uppbyggingu.
Fullyrðing 10 af 70

Mikilvægt er að taka upp sterkari gjaldmiðil eða fastbinda gengi krónunnar við hann

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Sem lítil þjóð í alþjóðlegu samhengi stöndum við alltaf frammi fyrir því að lítil áhrif geta valdið miklum sveiflum á krónunni. Þetta skapar mikla óvissu við lántöku og stanslaust kapphlaup um að halda bátnum á floti frekar en að bæta hann.
Fullyrðing 11 af 70

Ekki ætti að fjölga þjóðgörðum án þess að heimila sjálfbæra nýtingu orku á sömu svæðum þar sem hún er arðbær

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það þarf að meta kosti og galla í hvert skipti. Bæði við uppbyggingu orkuauðlinda og stofnun þjóðgarða.
Fullyrðing 12 af 70

Sykruð matvæli ættu að vera skattlögð meira en önnur matvæli á grundvelli lýðheilsusjónarmiða

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Þarf þá einnig að passa að holl matvæli séu á ásættanlegu verði annars endar þetta sem skattur á fátækt.
Fullyrðing 13 af 70

Neikvæðni almennings er helsta orsökin fyrir vantrausti gagnvart stjórnmálum á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Íslensk stjórnmálaöfl eru að uppskera því sem þau hafa sáð. Það er mjög skiljanlegt að fólk treystir ekki stjórnmálum þegar það upplifir allt kerfið í kringum sig í molum.
Fullyrðing 14 af 70

Leggja ætti auknar álögur á fyrirtæki í ferðaþjónustu vegna álags sem atvinnugreinin setur á innviði

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Betri úrlausn heldur en vegagjöld fyrir almenna notendur sem eru ekki að nýta vegina í hagnaðarskyni.
Fullyrðing 15 af 70

Stjórnmálamenn á Íslandi segja of sjaldan af sér embætti vegna afglapa í starfi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Alltaf dugnaður í því að axla ábyrg.
Fullyrðing 16 af 70

Með tímanum ætti að bjóða upp aflaheimildir sem nú eru á forræði útgerða og afla þannig ríkinu markaðsvirðis fyrir fiskveiðikvóta

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Auðlindir þjóðarinar eiga að vera í eigu þjóðarinar.
Fullyrðing 17 af 70

Grunnskólabörn eiga að fá hinsegin-fræðslu í skólanum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Einfaldasta leiðin til að sporna gegn fordómum er heiðarleg fræðsla.
Fullyrðing 18 af 70

Hækka ætti fæðingarstyrki til námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Börn eiga aldrei að upplifa fátækt. Óháð því hvort foreldri sé á vinnumarkaði, í námi, eða utan vinnu.
Fullyrðing 19 af 70

Vindorkuframleiðsla ætti einungis að vera í höndum Landsvirkjunar eða annarra opinberra orkufyrirtækja

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Grunninnviðir ættu ekki að vera markaðsvara.
Fullyrðing 20 af 70

Draga ætti úr skerðingum á aukatekjum þeirra sem þiggja örorkubætur og lífeyrisgreiðslur

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Að taka við líffeyri ætti ekki að hamla þig frá því að starfa þegar þú hefur tök á.
Fullyrðing 21 af 70

Flytja þarf Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni til þess að rýma fyrir þéttari byggð

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ekki nema gert sé viðeigandi ráðstafanir fyrir sjúkraflug.
Fullyrðing 22 af 70

Það er mikilvægt að ríkissjóður verði rekinn með afgangi á næstu árum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála
Fullyrðing 23 af 70

Draga ætti úr ríkisstuðningi við íslenskan landbúnað

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Til að vera sjálfstætt land þurfum við að vera sjálfbært land. Stríðið í úkraínu sannaði að mataröryggi og innlend matarframleiðsla er enþá mjög mikilvæg í nútímaheimi.
Fullyrðing 24 af 70

Stjórnmálamenn ættu að hafa meira um rekstur Ríkisútvarpsins að segja

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkisfjölmiðill á að vera frjáls, og óháður. Allavega að bestu getu.
Fullyrðing 25 af 70

Ríkið á að styðja einkarekna fjölmiðla með sérstökum skattaívilnunum eða stuðningsgreiðslum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Mikilvægt er að hafa fjölbreytt fjölmiðlaumhverfi sem hefur það fjármagn sem til þarf til að veita ríkinu aðhald.
Fullyrðing 26 af 70

Stefna ætti að auknum einkarekstri í grunnskólakerfinu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Grunninnviðir ættu ekki að vera markaðsvara.
Fullyrðing 27 af 70

Upplýsingagjöf til almennings innan úr stjórnsýslunni er ófullnægjandi og krefst umbóta

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Stjórnvöld eiga að vera eins gagnsæ og hægt er.
Fullyrðing 28 af 70

Laun kennara ættu að vera töluvert hærri en þau eru í dag

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ef við fjárfestum ekki í góðum grunn fyrir börnin okkar þá erum við að bregðast þeim. Kennarar eru mikilvægur þáttur í því að byggja þann grunn og ættu að vera vel launaðir fyrir sinn part.
Fullyrðing 29 af 70

Áfram skal unnið að uppbyggingu Borgarlínu, nýs almenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það þarf að standa með uppbyggingu samgöngu innviða um allt land. Núverandi staða er óásættanleg.
Fullyrðing 30 af 70

Ríkið á ekki að eiga hlut í bönkum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Grunninnviðir ættu ekki að vera markaðsvara. Bankar eru í nútíma heimi orðnir að grunninnviðum samfélagsins. Ekki er hægt að taka þátt í samfélaginu án þess að eiga í bankaviðskiptum og því þarf í minnsta lagi að vera einn banki í eigu ríkisins.
Fullyrðing 31 af 70

Mikilvægt er að halda fyrirtækjasköttum sem lægstum til að forðast flutning fyrirtækja úr landi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Fyriræki velja frekar að staðsetja sig í löndum byggt á aðgengi að hæfum starfskrafti og góðum innviðum. Eitthvað sem er ómögulegt að byggja án skattlagningar.
Fullyrðing 32 af 70

Leyfa ætti sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ekki er þörf á auknu aðgengi að alkahóli og einnig hjálpa fjársterkar tekjulindir ríkisins að lækka skatta á almenning.
Fullyrðing 33 af 70

Tollar eru nauðsynlegir til að vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Tollar geta verið mikilvægir til að vernda nauðsynlega framleiðslu.
Fullyrðing 34 af 70

Við skipun dómara ættu ráðherra og Alþingi að fara í einu og öllu að tillögum hæfisnefnda

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Dómarar eiga ekki að vera pólitískar ráðningar.
Fullyrðing 35 af 70

Taka ætti frekari skref í átt að afglæpavæðingu vímuefna

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Glæpavæðing bitnar mest á viðkvæmum hópum og veldur meiri skaða en bata.
Fullyrðing 36 af 70

Skera ætti niður hjá hinu opinbera, svo sem með því að fækka verkefnum og leggja niður stofnanir

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Hættum að leggja niður og einkavæða, byrjum að byggja upp og félagsvæða.
Fullyrðing 37 af 70

Einfalda þarf ferli við uppbyggingu orkuvinnslu til að auðvelda auðlindanýtingu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Hef ekki kynnt mér þennan málaflokk nægilega til að mynda sterka skoðun.
Fullyrðing 38 af 70

Hækka ætti skatt á arðgreiðslur fyrirtækja til eigenda þeirra

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Fjármagnstekjuskattur ætti að vera þrepaskiptur eins og tekjuskattur.
Fullyrðing 39 af 70

Hið opinbera þarf að grípa meira inn í til að forðast hnignun íslenskunnar

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

þarf þá að nútímavæða þýðingavinnu og byrja að þýða bæði í meira magni og fleirri hluti t.d. tölvuleiki, síður, hlaðvörp, og annað. Ef við getum ekki boðið upp á Íslensku þar sem fólk eyðir mestum tímanum sínum þá eigum við ekki séns í að spyrna við hnignun tungumálsins.
Fullyrðing 40 af 70

Hagsmunir atvinnurekenda og almennings fara yfirleitt saman

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

þau skipti þegar hagsmunir atvinnurekenda fara saman við hagsmuni launþega eru í raun bara undantekning frá reglunni.
Fullyrðing 41 af 70

Það er framleidd næg orka á Íslandi, við þurfum bara að nýta hana betur

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Orkan okkar er auðlind sem við ættum að nýta eins vel og við getum. Fyrst og fremst þarf samt að passa að almenningur sé í forgangi þegar valið er hvernig á að úthluta henni.
Fullyrðing 42 af 70

Það er kjánalegt að vera stolt(ur) af föðurlandinu sínu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Því lengi sem stoltið kemur ekki á kostnað annara sé ég ekkert að því.
Fullyrðing 43 af 70

Trúarbrögð eru mikilvæg forsenda góðs siðferðis

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Margir trúaðir menn og margir trúleysingjar sem hafa sannað að siðferði hefur í raun lítið með trú að gera. Hægt er að nota trú til að réttlæta vonda hluti, en einnig getur trú hjálpað fólki að komast í gegnum erfiðar aðstæður. Fólk á að vera frjálst í sinni trú eða trúleysi því lengi sem hún skaðar ekki aðra.
Fullyrðing 44 af 70

Það er sjálfsagt að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu þó svo að ríkisstjórnarflokkar séu andvígir mögulegri niðurstöðu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Vilji þjóðarinnar á alltaf að vega þyngra en vilji stjórnvalda.
Fullyrðing 45 af 70

Draga ætti úr hvötum til hagnaðardrifinnar útleigu íbúða með skattkerfisbreytingum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Húsnæði ætti ekki að vera hagnaðardrifin fjárfesting sérstaklega í þegar um er að ræða stór hagnaðardrifin leigufélög.
Fullyrðing 46 af 70

Ísland hefur tekið á móti of mörgum flóttamönnum á undanförnum árum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Hinsvegar höfum við staðið okkur illa í inngildingu og móttöku.
Fullyrðing 47 af 70

Íslensk stjórnvöld hefðu átt að grípa til frekari lokana á landamærunum í COVID-faraldrinum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Erfitt að dæma í baksýn þegar maður hefur meiri upplýsingar. Treysta þarf fagaðilum í hvert skipti.
Fullyrðing 48 af 70

Fólk ætti áfram að fá að ráðstafa séreignasparnaði skattfrjálst inn á íbúðalán

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Einfaldasta leiðin til að tryggja að fólk hafi nóg á milli handanna þegar það fer á eftirlaun er að passa að það hafi tök á því að eiga sitt eigið húsnæði skuldlaust.
Fullyrðing 49 af 70

Takmarka ætti AirBnB útleigu á höfuðborgarsvæðinu frekar og auka eftirlit með gististarfsemi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Þegar eftirspurn er svona mikil eftir íbúðarhúsnæði á markaði þá þarf að taka neyðarráðstafanir til að draga úr eftirspurn og koma fleirri íbúðum á markað.
Fullyrðing 50 af 70

Almennt orsaka eftirlitsstofnanir og reglur of mikið óhagræði á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Miklu frekar þarf að fókusa á að gera reglugerðir skýrar og skilvirkar. En almennt virðumst við vera langt á eftir öðrum norðurlöndum í eftirliti og eftirfylgni reglugerða.
Fullyrðing 51 af 70

Allir Íslendingar yfir 40 ára aldri ættu að fá ókeypis heilbrigðisskimanir með reglubundnu millibili

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Öll heilbrigðisþjónusta ætti að vera gjaldfrjáls handa öllum. Þá einnig skimanir.
Fullyrðing 52 af 70

Rýmka ætti möguleika erlendra einstaklinga og fyrirtækja til að kaupa og eiga jarðir á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Við ættum að beita reglum í ætt við Danmörku þar sem þú þarft að búa hér til að eiga landeignir.
Fullyrðing 53 af 70

Einkaeign á náttúrunni er besta leiðin til að vernda hana

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Auðlindir þjóðarinnar eiga að vera í eigu þjóðarinnar. Náttúran er líklega ein dýrmætasta auðlind sem við eigum og því ættum við ekki að selja hana í einkaeigu.
Fullyrðing 54 af 70

Seðlabankinn á að taka ákvörðun um stýrivexti óháð mati ríkisstjórnar

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Seðlabankinn þarf að vera hlutlaus til að halda stöðugleika krónunar.
Fullyrðing 55 af 70

Vandi heilbrigðiskerfisins er stjórnunar- eða skipulagsvandi fremur en fjármögnunarvandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Gott skipulag kemur ekki í stað góðs fjármagns þó ýmislegt má bæta.
Fullyrðing 56 af 70

Einkarekstur er almennt líklegri til að auka farsæld en opinber rekstur í heilbrigðisþjónustu á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Einkavæðing skapar óheilbrigðan hvata til að meta hagnað umfram allt annað.
Fullyrðing 57 af 70

Of mörg lög og reglur eru innleiddar á Íslandi að kröfu alþjóðastofnana, til dæmis vegna EES-samningsins

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Er á þeirri skoðun að flest lög sem hafa verið innleydd í gegnum alþjóðastofnanir eða EES hafa verið af hinu góða.
Fullyrðing 58 af 70

Hærri skattur ætti að vera á matvæli með stórt kolefnisspor (til dæmis á kjöt) en önnur matvæli

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Á aðflutt matvæli með stórt kolefnisspor. Annars myndi skattlagning bitna mest á landbúnað sem við erum að styrkja.
Fullyrðing 59 af 70

Auka þarf fjárframlög hins opinbera til öryggis- og varnarmála

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Við þurfum að fjárfesta í betri vörnum þegar kemur að netöryggi. Almennt öryggi væri slæm fjárfesting og væri tímanum betur varið í að styrkja samband okkar við nánustu bandamenn.
Fullyrðing 60 af 70

Alþingi ætti að fara alfarið að tillögum verkefnastjórnar um rammáætlun, áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða, og hrófla ekki við flokkun hennar á virkjanakostum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála
Fullyrðing 61 af 70

Barnabætur ættu að fylgja barninu og vera jafnháar til allra, óháðar tekjum foreldra

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Börn eiga ekki að líða eins og þau séu kostnaðarliður og eiga alltaf að eiga rétt á því að grunnþörfum þeirra sé sinnt.
Fullyrðing 62 af 70

Stjórnarskránni ætti aðeins að breyta í smáum skrefum en ekki með heildarendurskoðun

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Við eigum nýja stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ættum að vinna í innleiðingu hennar í heild sinni.
Fullyrðing 63 af 70

Vald ráðherra er of mikið takmarkað af innlendum og erlendum stofnunum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Stjórnmálamenn þurfa líka aðhald utan frá.
Fullyrðing 64 af 70

Lækka ætti álögur á eldsneyti

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Óbein leið til að greiða fyrir nýtingu á vegakerfinu.
Fullyrðing 65 af 70

Kynþáttafordómar eru vandamál á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

kynþáttafordómar eru vandamál hvar sem þeir finnast. Því miður er það enn þannig á Íslandi að sumt fólk notar en niðrandi orðalag og staðalímyndir til að dæma aðra.
Fullyrðing 66 af 70

Lög gegn hatursorðræðu takmarka tjáningarfrelsi of mikið

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Fólk á líka rétt á frelsi til að lifa lífi sínu án þess að verða fyrir beinu áreiti.
Fullyrðing 67 af 70

Réttlætanlegt er að atkvæði íbúa á landsbyggðinni í þingkosningum vegi meira en íbúa á höfuðborgarsvæðinu til að jafna vægi landshluta

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Fleiri eiginleikar hafa áhrif á áhreslur okkar heldur en bara landshlutar. Öll eigum við að hafa jafnan kosningarétt og atkvæði landsmanna eiga að vega jafnt.
Fullyrðing 68 af 70

Ísland ætti ekki að styðja við Úkraínu með styrkjum til vopnakaupa

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ísland á ekki að taka þátt í vopnavæðingu, ættum frekar að senda mannúðaraðstoð.
Fullyrðing 69 af 70

Það dregur úr þjóðaröryggi Íslands að Donald Trump verði Bandaríkjaforseti á ný

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Aukin óvissa er aldrei góð fyrir þjóðar öryggið.
Fullyrðing 70 af 70

Sveitarfélög ættu að fá hlutdeild í fjárhagslegum ávinningi virkjana vegna staðbundinna áhrifa þeirra

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála
Áfram
  • Þú getur notað örvarnar á lyklaborðinu til að fletta á milli fullyrðinga.
Fleiri frambjóðendur Sósíalistaflokkurinn (J)
Helga Thorberg

Helga Thorberg

12. sæti í NV
Brynjólfur Sigurbjörnsson

Brynjólfur Sigurbjörnsson

9. sæti í NV
Jón Óskar Hafsteinsson

Jón Óskar Hafsteinsson

21. sæti í RN
Elba Bára Núnez Altuna

Elba Bára Núnez Altuna

25. sæti í SV
Jón Þór Sigurðsson

Jón Þór Sigurðsson

4. sæti í NA
Ægir Máni Bjarnason

Ægir Máni Bjarnason

6. sæti í S
Ólafur H. Ólafsson

Ólafur H. Ólafsson

7. sæti í S
Erpur Þórólfur Eyvindsson

Erpur Þórólfur Eyvindsson

10. sæti í SV
Arngrímur Jónsson

Arngrímur Jónsson

12. sæti í S
Þórdís Bjarnleifsdóttir

Þórdís Bjarnleifsdóttir

4. sæti í S
Bjarni Óskarsson

Bjarni Óskarsson

15. sæti í RS
Ása Þorsteinsdóttir

Ása Þorsteinsdóttir

12. sæti í NA
Önnur framboð

Framsókn (B)

Viðreisn (C)

Sjálfstæðisflokkurinn (D)

Flokkur fólksins (F)

Lýðræðisflokkurinn (L)

Miðflokkurinn (M)

Píratar (P)

Samfylkingin (S)

Vinstri græn (V)

Ábyrg framtíð (Y)