Útskýring frambjóðanda
Umhverfi löggæslu hefur breyst mikið á síðustu áratugum en framkvæmd hennar minna. Eins og öll opinber starfsemi var mikill niðurskurður fjárveitinga til löggæslu í Hruninu og hefur sá niðurskurður ekki verið bættur, einkum ef miðað er við fjölgun þjóðarinnar og fjölgun ferðamanna. Skipulögð brotastarfsemi er talin mesta öryggisógn sem að íslensku þjóðinni stafar, alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgar, þ.m.t. brotum barna. Nauðsyn er á því að horfa til snemmtækrar íhlutunar og þeiri íhlutun verður best mætt hjá lögreglu með aukningu samfélagslögreglumanna. Í stuttu máli þarf að fjölga lögreglumönnum sem starfa við rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi og fjölga þarf samfélagslögreglumönnum.