

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
Mér rennur blóðið til skyldunnar
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir segir að stærsta lexía lífs síns sé líklega að uppgötva um miðjan aldur að hún er einhverf. Hún hafi áttað sig á sjálfri sér með hjálp annars einhverfs fólks sem þá hafði þegar olnbogað sig áfram í heimi ráðandi taugagerðar, misst líkamlega, andlega, félagslega og starfstengda heilsu áður en það áttaði sig á sjálfu sér.