Það sem ég hef lærtTobba MarinósdóttirFengitíminn löngu liðinn Tobba Marinósdóttir er orðin klár. „Klár í að láta það laskaða dæma sig sjálft.“
Það sem ég hef lært 1Gígja ÞórðardóttirÉg er ekki nóg, ég er mikið Gígja Þórðardóttir, sjúkraþjálfari, markþjálfi og orkubolti, hefur lært að sjá tækifæri alls staðar. Líka í áföllum og breytingum lífsins. Áföll á lífsleiðinni ýttu henni í dýpri sjálfskoðun. „Þvílík gjöf, því ég er í alvörunni að endurskoða eitt mikilvægasta ástarsamband lífsins – við sjálfa mig.“
Það sem ég hef lærtBragi Valdimar SkúlasonVið tíminn Tíminn er dýrmætur. Það sem við nýtum hann í gerir okkur að því sem við erum. Það hefur Bragi Valdimar Skúlason, hugkvæmdastjóri á Brandenburg, höfundur og orðakall, að minnsta kosti lært. En hann furðar sig oft á því að hann komi nokkru í verk þar sem hann er mikill aðdáandi tímaeyðslu.
Það sem ég hef lærtJakob Frímann ÞorsteinssonMasgefinn og „víðhyglinn“ Jakob Frímann Þorsteinsson, doktor á sviði útimenntunar, er enn verk í vinnslu en lífið hefur kennt honum að skapa og viðhalda tengslum, að sætta sig við að vera ómannglöggur og gleyminn og að hann býr yfir ofurkrafti sem hann nefnir víðhygli.
Það sem ég hef lært 2Vera Wonder SölvadóttirAð vera Vera Vera Wonder Sölvadóttir, kvikmyndagerðarkona með meiru, hefur unnið að því alla sína ævi að vera Vera. Leitin að henni sjálfri stendur enn yfir. „Ég hef komist að því að með því að hlusta á hjarta mitt og innsæi er ég á réttri leið.“
Það sem ég hef lærtSigríður Ásta OlgeirsdóttirHræðsla við eigin ófullkomleika Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, leik- og söngkona, var litla stelpuskottið með mikilmennskubrjálæði og minnimáttarkennd sem ætlaði að sigra heiminn. Á sinni stuttu ævi hefur hún lært að það er óþarfi að hafa fordóma fyrir sjálfri sér. Það er smá gull í okkur öllum.
Það sem ég hef lærtAnna Lára PálsdóttirFestist ekki í hrútleiðinlegu fullorðinsskapalóni Í fimmtugsafmælinu sínu bauð Anna Lára Pálsdóttir, sérfræðingur í ráðgjöf og stuðningi hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, gestum í Fram, fram fylking, rólustökk og sápukúlublástur. Hún hefur nefnilega lært svo ótalmargt af nemendum sínum, til dæmis að festast ekki í einhverju hrútleiðinlegu fullorðinsskapalóni.
Það sem ég hef lærtAndrea JónsdóttirMóðurmálið trompar ekki vellíðan og sjálfsvirðingu Lífið hefur kennt Andreu Jónsdóttur, „rokkömmu Íslands“, að það er alls ekki sjálfsagt að móðurmálið renni út úr okkur öllum fyrirhafnarlítið eða -laust.
Það sem ég hef lærtMaó AlheimsdóttirSem betur fer hef ég oft rangt fyrir mér „Mér var útskúfað vegna gríns sem engum fannst fyndið,“ skrifar rithöfundurinn Maó Alheimsdóttir um mistök sem hún gerði á táningsaldri. Hún hefur nú lært að draga reynslu af því slæma í stað þess að dvelja í skömminni.
Það sem ég hef lærtFida Abu LibdehAð láta drauma rætast þrátt fyrir hindranirnar Fida Abu Libdeh hefur lært að mistök eru ekki ósigrar heldur tækifæri til að vaxa og bæta sig. Hún hefur líka lært að treysta á innsæið, aldrei hætta að tala fyrir því sem hún brennur fyrir og að maður þarf ekki að vera fullkominn til að ná árangri. „Við þurfum bara að vera staðföst og halda áfram að berjast fyrir réttlæti.“
Það sem ég hef lærtGrímur AtlasonAð hlusta minna á heilann og meira á hjartað og iðrin „Sjálfur litaði ég líf mitt fullmikið og allt of lengi með fordómum þegar ég tók afstöðu til lífsins og þess sem það hafði upp á að bjóða“, skrifar Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Lífið hefur kennt honum að hlusta minna á heilann en þeim mun meira á hjartað og iðrin.
Það sem ég hef lærtSteingerður SteinarsdóttirÞað er alltaf hægt að læra meira Steingerður Steinarsdóttir hefur lært að siðferði, umburðarlyndi og velvild kemur ekki af sjálfu sér. Hún hefur líka lært að dómgreind er ekki meðfædd og til þess að skapa gott samfélag þarf að manna það góðu fólki.
Þín áskrift hefur áhrif Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku. Gerast áskrifandi Nei, takk Ertu nú þegar áskrifandi? Skráðu þig inn hér.