Róbert dregur úr ábyrgð sinni: Seldu hlutfallslega mest af ópíóðum þegar hann var forstjóri
Fyrrverandi forstjóri Actavis, Róbert Wessman, segir að hann hafi ætíð haft það að leiðarljósi sem lyfjaforstjóri að bæta líf fólks. Hann vill meina að stefna Actavis í sölu á ópíóðum í Bandaríkjunum hafi breyst eftir að hann hætti hjá félaginu. Markaðshlutdeild Actavis á landsvísu í Bandaríkjunum var hins vegar mest árið 2007, 38.1 prósent á landsvísu, þegar Róbert var enn forstjóri félagsins.