
„Krónískar hamfarir“ á Landspítalanum
Starfsmenn Landspítalans lýsa því yfir að neyðarástand hafi myndast á sumum deildum spítalans vegna álags og manneklu. Starfsmenn bráðamóttökunnar lýsa vinnuaðstæðum sem stríðsástandi og aðrir starfsmenn spítalans og jafnvel heilsugæslunnar lýsa því hvernig álagið færir sig þangað.