Af fimmtán vörum hækkuðu þrettán í verði
Þegar Heimildin fór með gamlar kassakvittanir í búðir kom í ljós að verð á þrettán af fimmtán vörum hefur hækkað umtalsvert. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir það sláandi enda séu þessar vörur enginn lúxus heldur nauðsyn. Verðhækkanir hafi gríðarleg áhrif á heimilin í landinu.