

Erla Hlynsdóttir
Þegar tilveran kólnar
Einhverfir eru níu sinnum líklegri til að deyja af völdum sjálfsvíga en aðrir. Samt er engin sérhæfð heilbrigðisþjónusta á Íslandi fyrir einhverft fólk yfir átján ára. Það veit heldur enginn hversu margir einhverfir þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda hér á landi því það er svo erfitt að komast að í greiningu.