
„Einveran öskrar á mann“
Hér á landi er fólk sem glímir við einangrun og einmanaleika, deyr eitt og liggur látið án þess að andlát þess uppgötvast. Um tvisvar í mánuði er fagfólk kallað á vettvang slíkra atburða. Fjölskylda í hefðbundnu íbúðahverfi óttaðist lengi um nágranna sinn og reyndi ítrekað að kalla eftir aðstoð, þar til hann lést. Íbúar í Hátúni 10 þekkja þessar aðstæður, og sameinast í baráttunni við sáran einmanaleikann.