Móðursýkiskastið

Sýn­is­horn: Móð­ur­sýkiskast­ið

Ein var kölluð fíkill þegar hún lýsti óbærilegum líkamlegum kvölum. Síðar voru verkir hennar útskýrðir með kvíða. Önnur var sögð ímyndunarveik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dóttir hennar, sem var með ógreint heilaæxli, fékk sama viðurnefni. Sögur þessara kvenna, kvenna sem hafa mætt daufum eyrum innan heilbrigðiskerfisins þegar þær glímdu við alvarlegan heilsubrest, eru sagðar í nýjum hlaðvarpsþáttum Heimildarinnar: Móðursýkiskastinu. Þar birtast einnig viðtöl við lækna og aðra sérfræðinga. Þættirnir verða sex talsins en Heimildin hefur síðan í aprílmánuði tekið á móti sögum kvenna sem hafa verið hundsaðar innan kerfisins, stundum með þeim afleiðingum að þær hafa hlotið varanlegan skaða af. Sögurnar sem bárust voru á þriðja tug og voru margar á sömu leið: „Það var ekki hlustað.“ Fyrstu tveir þættirnir birtast á hlaðvarpsveitum um helgina. Ragnhildur Þrastardóttir hefur umsjón með þáttunum. Halldór Gunnar Pálsson hannaði stef og hljóðheim þáttanna.
· Umsjón: Ragnhildur Þrastardóttir

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Nauðgunargengi norðursins
    Sif · 06:53

    Nauðg­un­ar­gengi norð­urs­ins

    Síðari hluti annáls frá Úkraínu: Staðan á vígvellinum
    Úkraínuskýrslan #22 · 21:02

    Síð­ari hluti ann­áls frá Úkraínu: Stað­an á víg­vell­in­um

    Emilia Pérez
    Paradísarheimt #20 · 31:41

    Em­ilia Pér­ez

    Sú fagra kemur í heimsókn
    Flækjusagan · 11:45

    Sú fagra kem­ur í heim­sókn