Eftir 25 mánuði af miskunarlausum átökum hafa rússneskar hersveitir náð bænum Vuhledar á sitt vald. Bærinn, sem rís úr flatri sléttu í austur Úkraínu, minnir helst á virkisborg úr dystópískri vísindaskáldsögu, með sundursprengdar byggingar sem stingast upp úr sléttunni eins og sjósker.
Bærinn hefur haldið aftur holskeflu árása í gegnum þá nær þúsund daga sem allsherjar stríðið hefur staðið. Há staða bæjarins í afstöðu við restina af sléttunni, ásamt þéttri röð háhýsa sem snúa að berum ökrum, gaf herdeildum Úkraínu möguleika á að sjá nær öll áhlaup Rússa úr margra kílómetra fjarlægð. Í árás eftir árás héldu úkraínskar herdeildir Rússum að baki, og Rússar upplifðu hvern katastrófískan ósigurinn á fætur öðrum.
Ég get ekki sagt ykkur hversu oft ég hef lesið lýsinguna „sustained catastrophic losses” í lýsingum á tilraunum Rússa til að ná yfir Vuhledar í opinberum njósnaskýrslum síðastliðin tæp þrjú ár. En þrátt fyrir það héldu Rússar ótrauðir áfram sí-endurteknum árásum á bæinn þangað til að þeim varð erindi sem erfiði og hrökktu sveitir Úkraínu til baka á næstu varnarlínu.
Athugasemdir (1)