Zelensky forseti tilkynnti 4. ágúst að fyrstu F16 orrustuþoturnar væru komnar til úkraínska flughersins. Þrátt fyrir mikla eftirvæntingu og brýn þörf hafði afhendingin dregist um rúmt ár.

Ekki hefur komið fram hversu margar þotur komu í þessu fyrsta holli, en það má lauslega áætla að þær séu ekki fleiri en þeir sex nemendur sem útskrifuðust úr þjálfun á vélarnar.

Þær fengu tækifæri til að sanna sig innan nokkurra vikna, þegar Rússar gerðu stærstu loftárás á Úkraínu frá upphafi stríðsins. Meira en 200 eldflaugar og drónar voru send á skotmörk víðsvegar um landið.

F16 sönnuðu fljótt gildi sitt í loftvörnum og er talið að þær hafi átt lykilþátt í því að stöðva ógnir úr lofti þann dag.

Einn af þeim sem tók þátt í aðgerðum var úkraínski orrustuflugmaðurinn, Lt. Col. Oleksiy Mes, betur þekktur undir kallmerkinu Moonfish. Hann var einn af helstu talsmönnum baráttunnar um að tryggja Úkraínu F16 orrustuþoturnar, í samneyti við annan frægan orrustuflugmann, Juice, sem fórst fyrr á árinu.

Eftir að hafa skotið niður þrjár rússneskar stýriflaugar og einn dróna í árásinni á mánudag, var hann á fullri ferð við að reyna að stöðva enn eitt skotmarkið þegar flugumferðarstjórn missti samband við þotuna. Stuttu síðar kom í ljós að vél hans hafði farist og Moonfish hafði látið lífið.

Hvað kom fyrir er óljóst en líklegast þykir að annaðhvort hafi flugmaður gert mistök eða að loftvarnir á jörðu niðri hafi læst sig á þotuna í stað stýriflaugarinnar sem hún var að elta.

Það verður að koma í ljós þegar niðurstöður úr rannsókn á slysinu liggja fyrir.

Hvað sem kom fyrir, þá er þetta mikið áfall fyrir stjórnvöld í Kyiv og úkraínsku þjóðina, því Moonfish var mjög vinsæll og í gegnum feril sinn í stríðinu borið ábyrgð á því að skjóta niður fjölda flugskeyta og dróna og fyrir vikið bjargað hundruðum, ef ekki þúsundum mannslífa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Náðu Vuhledar eftir þúsund daga styrjöld
    Úkraínuskýrslan #16 · 07:04

    Náðu Vu­hled­ar eft­ir þús­und daga styrj­öld

    Þegar Lenín bað Stalín að útvega sér eitur
    Flækjusagan · 14:00

    Þeg­ar Lenín bað Stalín að út­vega sér eit­ur

    Hægpóstur í flösku
    Eitt og annað · 05:35

    Hæg­póst­ur í flösku

    Villir Samherji á sér heimildir í London?
    Sif #31 · 05:32

    Vill­ir Sam­herji á sér heim­ild­ir í London?

    Loka auglýsingu