Þann 6. ágúst gerðu úkraínskar hersveitir áhlaup á rússneska Kúrsk-héraðið í Rússlandi og mættu lítilli mótstöðu. Aðgerðin, sem var umfangsmeiri en fyrstu fréttir gáfu til kynna, fól í sér þaulskipulagða hernaðaraðgerð með þúsundum hermanna, skriðdreka, dróna, og flugher. Fjöldi úkraínskra hermanna í aðgerðunum er talinn vera um 15.000 þó að ómögulegt sé að fullyrða nákvæmlega.

Á fyrstu dögunum náðu úkraínskar hersveitir yfirráðum á 1.200 ferkílómetrum lands, en hægðu síðar á framrás sinni til að tryggja örugg yfirráð á svæðum og byggja varnarvirki. Þann 15. ágúst tilkynnti Volodymyr Zelensky forseti að bærinn Sutzha væri nú undir stjórn Úkraínu og að sérstök herstjórnarskrifstofa yrði sett upp í Kúrsk-héraði. Þetta bendir til að aðgerðir Úkraínu séu ekki tímabundnar.

Úkraínskar hersveitir hafa einnig sprengt brýr yfir ána Syem til að hindra rússneska herliðið í að flytja vistir yfir ána. Rússneskar sveitir hafa reynt að setja upp flotbrýr en Úkraína hefur eyðilagt þær með drónum og stórskotaliði.

Í ljósi innrásarinnar hafa margar ástæður verið nefndar til að réttlæta aðgerðina, þar á meðal að grípa landsvæði til framtíðarsamningaviðræðna, handsama stríðsfanga, grafa undan rússneskum stjórnvöldum eða undirbúa stærri aðgerðir. Hins vegar er engin augljós meginástæða fyrir innrásinni en ljóst er að hún var óvænt fyrir Rússa. Hvernig Rússar munu bregðast við innrásinni á næstu vikum er óvíst, en margir spyrja sig hvort Pútín muni nota sömu aðferðir innan Rússlands og hann hefur notað í Úkraínu.

Eitt er þó ljóst, Úkraína er að taka sitt stærsta veðmál hingað til. Enn er alls óvíst hvort það muni skila þeim árangri eða breyta stöðunni í stríðinu á nokkurn hátt.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Innrásin er nú þegar farin að hafa áhrif. Pútín stendur ráðalaus, niðurlægður. Það er það versta sem getur komið fyrir rússneska ráðamenn að vera niðurlægðir frammi fyrir þjóðinni. Ef þessu heldur áfram gæti farið að styttast í stjórnartíð hans.
    4
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Milljarðaarður með matarkörfunni í hnotskurn
    Skýrt #5 · 01:51

    Millj­arða­arð­ur með mat­ar­körf­unni í hnot­skurn

    Á vettvangi: Bráðamóttakan - Sýnishorn
    Á vettvangi · 02:20

    Á vett­vangi: Bráða­mót­tak­an - Sýn­is­horn

    Forskot á þingsætaspá: Hverjir eru líklegir á þing?
    Pod blessi Ísland #5 · 56:47

    For­skot á þing­sæta­spá: Hverj­ir eru lík­leg­ir á þing?

    Náttúran, stofnfrumur og minjar og minningar í Grindavík
    Þjóðhættir #56 · 36:57

    Nátt­úr­an, stofn­frum­ur og minj­ar og minn­ing­ar í Grinda­vík