Þáttur1:27:00
Hver vill búa á hrikalegu jökulskeri?
Í sumar gekk fjölþjóðlegur hópur náttúrufræðinga yfir Breiðamerkurjökul og upp í afskekktu jökulskerin Esjufjöll. Þau voru þangað komin til að skoða hvernig líf þróast og tekur land undan hopandi jöklum landsins. Esther Jónsdóttir, blaðamaður Heimildarinnar fylgdi hópnum og lærði um áhrif loftslagsbreytinga á jökla og gróður, kynlegar lífverur og nýjar vísindalegar uppgötvanir.
Viðmælendur eru Bjarni Diðrik Sigurðsson, Starri Heiðmarsson, María Rúnarsdóttir, Julia Brzukcy, Theresa Strobel, Aleks Czarny og Nathan Christmas.





Athugasemdir