Í tilefni af 20 ára afmæli Samkeppnieftirlitsins býður stofnunin til opins fundar í Hörpu miðvikudaginn 22. október nk. kl. 13:00.
Á fundinum verður m.a. fjallað um:
- reynslu af framkvæmd samkeppniseftirlits í Evrópu,
- helstu áskoranir í baráttunni gegn samráði, misnotkun á markaðsráðandi stöðu og skaðlegum samrunum,
- þýðingu samkeppnisreglna EES-samningsins,
- leiðir til að efla samkeppni heima fyrir og jafnframt styrkja samkeppnishæfni erlendis,
- tengsl samkeppni og atvinnustefnu.
Dagskrá
- 12:30–13:00 Skráning
- 13:00–13:10 Opnunarávarp - atvinnuvegaráðherra
- 13:10–13:15 Samkeppniseftirlitið í 20 ár – Myndband
- 13:15–13:40 Framsaga I: Natalie Harsdorf, forstjóri samkeppniseftirlitsins í Austurríki
- 13:40–14:05 Framsaga II: Páll Hreinsson, forseti EFTA-dómstólsins
- 14:05–14:25 Kaffihlé
- 14:25–14:50 Framsaga III: Tommaso Valletti, prófessor við Imperial College London og fyrrverandi aðalhagfræðingur samkeppnisdeildar framkvæmdastjórnar ESB
- 14:50–15:30 Pallborð I: Natalie Harsdorf, Páll Hreinsson, Tommaso Valletti og Páll Gunnar Pálsson
- 15:30-16:20 Pallborð II (á íslensku): Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Stephensen, Breki Karlsson, Sigríður Margrét Oddsdóttir, Páll Gunnar Pálsson
- 16:20-16:30 Lokaorð
- 16:30–18:30 Móttaka
Athugasemdir