Laus störf

Sérfræðingur í sölumálum

Sameinaða útgáfufélagið auglýsir lausa stöðu í  auglýsingasölu fyrir vikulega prentúgáfu Heimildarinnar.

Í starfinu felst umsjón með sölustarfi, samskipti við birtingastofur og markaðsdeildir viðskiptavina og markaðssetning miðilsins á auglýsingamarkaði. Reynsla af starfi við auglýsingabirtingar er nauðsynleg.

Starfið er tækifæri til að koma beint að þróun og vexti fjölmiðlafyrirtækis í dreifðu eignarhaldi sem vinnur að óháðri fréttamiðlun.

Um er að ræða fullt starf á skrifstofu félagsins í miðborg Reykjavíkur.

Verksvið:

  • Umsjón með núverandi viðskiptatengslum og öflun nýrra
  • Bein samskipti við núverandi og væntanlega viðskiptavini
  • Umsjón með vinnslu kynningarefnis
  • Þróun sölu- og markaðsstarfs í teymisvinnu

Hæfniskröfur:

  • Þekking og bein reynsla af birtingamálum
  • Færni í úrvinnslu og framsetningu birtingatölfræði
  • Mikil samskiptahæfni

Æskilegir eiginleikar:

  • Frumkvæði
  • Seigla
  • Útsjónarsemi
  • Sköpunargáfa
  • Tengslanet

Umsóknarform