Meðferð upplýsinga

Vefkökur

Vefkökur (e. cookies) eru textaskrár sem eru vistaðar á tækinu þínu svo að vefsíðan muni eftir þér þegar þú heimsækir hana aftur. Vefkökurnar innihalda ekki persónuupplýsingar.

Heimildin notar vefkökur m.a. til að halda utan hvaða auglýsingar hafa birst hverjum notanda. Einnig nýtir Heimildin vefkökur  til að greina vefumferð með tólum á borð við Google Analytics og Chartbeat. Hægt er að nálgast upplýsingar um meðhöndlun Google og Chartbeat á vefkökum.

Persónuupplýsingar

Lesendur Heimildarinnar þurfa að gefa upp persónuupplýsingar við notendaskráningu og við kaup á áskrift. Heimildin býður upp á innskráningu gegnum samfélagsmiðla, t.d. Facebook. Með því að nýta þann möguleika veitir þú Heimildinni aðgang að nafni, prófílmynd og netfangi. 

Heimildin nýtir þessar persónuupplýsingar til að geta veitt þá þjónustu sem í boði er, m.a. fyrir heimsendingu á prentútgáfunni, nauðsynlegar tilkynningar sem varða vefaðgang að Heimildinni eða tilkynningar um nýtt efni eða valmöguleika á Heimildinni sem þú hefur aðgang að. 

Sameinaða útgáfufélagið ehf. áskilur sér rétt til að eiga í markaðssamskiptum við skráða notendur og áskrifendur Heimildarinnar í gegnum síma, markpóst eða tölvupóst í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og fjarskiptalaga nr 81/2003.

Persónuupplýsingar eru geymdar í kerfum fyrirtækisins svo lengi sem nauðsynlegt er. Sé farið fram á það mun Sameinaða útgáfufélagið ehf. eyða upplýsingum um þig úr kerfum sínum. Hafðu samband við netfangið kvortun@heimildin.is eða askrift@heimildin.is.

Sameinaða útgáfufélagið ehf. getur gert breytingar á þessari persónuverndarstefnu svo að hún endurspegli sem best hvaða vinnsla persónuupplýsinga fer fram á hverjum tíma. Nýjasta útgáfa persónuverndarstefnu þessarar er aðgengileg á þessari síðu á hverjum tíma.

Ertu með spurningar?

Ef þú hefur einhverjar spurningar um meðferð Heimildarinnar á persónuupplýsingum er þér velkomið að hafa samband við netfangið askrift@heimildin.is.

Þú hefur rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar. Kvörtun má senda skriflega til:

Persónuvernd
Rauðarárstígur 10
105 Reykjavík
Ísland