Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bílaleigur smyrja margfalt ofan á veggjöld

Dæmi eru um að kostn­að­ur öku­manns við veggjald um Vaðla­heið­ar­göng nær fjór­fald­ist þeg­ar bíla­leig­ur sjá um inn­heimtu.

Bílaleigur smyrja margfalt ofan á veggjöld
Vaðlaheiðargöng Ökumenn bílaleigubíla gætu þurft að borga nær fjórfalt lægsta veggjald ef þeir fylgjast ekki með.

Dæmi eru um að ökumenn á bílaleigubílum hafi greitt 5.500 krónur fyrir staka ferð í gegnum Vaðlaheiðargöng. Bílaleigur hafa þá séð um greiðslu veggjaldsins og innheimt allt að 4.000 króna þjónustugjald fyrir vikið.

„Bílaleigurnar leggja þjónustugjald ofan á, alveg eins og þegar þær innheimta stöðumælasektir eða annað,“ segir Karl Ingimarsson hjá verkfræðistofunni Raftákn, sem var meðal þeirra sem hönnuðu gjaldtökukerfið. Hann segir allar upplýsingar um gjöldin vera á skiltum við inngang þeirra, en í þeim tilfellum þar sem bílaleigubíl er keyrt í gegn séu bílnúmer hans skönnuð og 1.500 króna greiðsla frá bílaleigunni berist samstundis, sé hún ein þeirra sem er með samning við göngin.

Veggjald fyrir staka fólksbifreið í Vaðlaheiðargöng er 1.500 krónur ef greitt er á vefnum Veggjald.is innan þriggja klukkutíma eða Tunnel.is þar sem upplýsingarnar eru á ensku. Gjaldið hækkar í 2.500 krónur ef greiðsluseðill er sendur í heimabanka umráðamanns ökutækisins, sem gerist sjálfkrafa að þremur klukkutímum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár