Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna

Elliði Vign­is­son er ósam­mála nálg­un Sam­tak­anna '78 og seg­ist vitna í Voltaire.

Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, gagnrýnir Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, formann Samtakanna 78, harðlega fyrir að mótmæla komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Telur Elliði að sjónarmið Þorbjargar snúist um að „þagga niður í þeim sem eru manni mest ósammála“.

Þorbjörg Þorvaldsdóttirformaður Samtakanna '78

Nýlega birti Þorbjörg pistil á Vísi.is þar sem hún rekur hvernig Mike Pence hefur beitt sér gegn og grafið undan réttindum hinseginfólks um árabil.

„Nú ætlar ríkisstjórn Íslands að taka á móti Mike Pence, ræða kurteisislega við hann um viðskiptasamráð og efla með því tengslin við Bandaríkin. Allar slíkar áætlanir eru hrein og klár vanvirðing við samfélag hinsegin fólks á Íslandi. Við munum ekki sitja undir því þegjandi að hann sé boðinn velkominn hingað til lands,“ skrifaði hún.

Elliði gerir málið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni. „Þótt ég sé einlægur stuðningsmaður réttinda samkynhneigðra (og allra annarra einstaklinga) þá er ég hér mjög ósammála þessari ágætis konu. Maður getur ekki kallað eftir opinni umræðu og viljað samtímis þagga niður í þeim sem eru manni mest ósammála,“ skrifar hann.

Þá segist hann vitna í Voltaire og birtir setningu sem oft er ranglega eignuð franska hugsuðinum: “I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it”. Þessi fleygu orð eru frá Evelyn Beatrice Hall, ævisagnaritara Voltaires. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár