Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

„Það er svo mikið sem við getum sagt með líkamanum“

Matt­hea Lára Peder­sen var að­eins 19 ára göm­ul þeg­ar hún byrj­aði að vinna sem at­vinnu­dans­ari. Hún hef­ur hug­rekki að leið­ar­ljósi og hvet­ur fólk til þess að sækja tæki­fær­in sem það lang­ar í.

„Það er svo mikið sem við getum sagt með líkamanum“
Matthea Lára Pedersen Er atvinnudansari og hefur starfað sem slíkur frá 19 ára aldri. Mynd: Johannes Hjorth

Matthea Lára Pedersen er atvinnudansari, búsett í Utrecht í Hollandi. Síðustu ár hefur hún dansað með fremstu dansflokkum heims og unnið víðs vegar um Evrópu. Hún segir listir mikilvægar og hvetur fólk til þess að fylgja forvitninni sinni. Um þessar mundir dansar hún í óperusýningu í þýsku borginni Hanover.

Dansari

Matthea Lára PedersenFlutti til Svíþjóðar 16 ára gömul ásamt foreldrum sínum og stundaði nám við Konunglega sænska ballettskólann.

Matthea fór á sína fyrstu ballettæfingu aðeins þriggja ára gömul en man fyrst eftir sér í hiphop og djassdansi í Dansskóla Birnu Björns. Þegar hún var 11 ára gömul ákvað hún að prófa tíma í Listdansskóla Íslands eftir samræður við eldri bróður sinn, atvinnudansarann Frank Fannar Pedersen. „Við fundum gamla ballettbúninga af mömmu sem voru alveg upp í háls og opnir niður í bak,“ segir Matthea og brosir. „Mér fannst þetta ótrúlega gaman.“

Móðir Mattheu er Katrín Hall, fyrrum …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár