Kann að meta litlu hlutina, þökk sé Íslandi

Al­ex­ia Nix er doktorsnemi í eðl­is­fræði við Há­skóla Ís­lands. Við­horf henn­ar til lífs­ins breytt­ist eft­ir að hún flutti til Ís­lands. Hún kann bet­ur að meta litlu hlut­ina og seg­ir það líkj­ast töfr­um að sjá norð­ur­ljós og jökla.

Kann að meta litlu hlutina, þökk sé Íslandi
Alexia Nix Hlakkar til að ganga á fjöll í sumar. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

Ég heiti Alexia Nix og er doktorsnemi í eðlisfræði við Háskóla Íslands en ólst upp á Grikklandi. Það eru tvö og hálft ár síðan ég flutti til Íslands. 

Það liggja ýmsar ástæður að baki því að ég kom hingað en sú helsta er að makinn minn fékk líka stöðu við háskóla hér. Okkur langaði að vera saman. Við erum virkilega ánægð og líður vel. 

Flutningurinn til Íslands hafði áhrif á viðhorf mitt til lífsins. Reykjavík er lítil borg en svo full af lífi og með ólíka menningarheima. Fólk ætti ekki að vera með fyrir fram gefnar hugmyndir um samfélagið, eins og að halda að það sé lokað. Það er það alls ekki. 

Íslendingar eru ekki eins og hefðbundnir Norðurlandabúar. Þegar þú kemur hingað áttarðu þig á því að allar staðalímyndirnar um fólk á Norðurlöndunum eiga ekki við. Mér finnst Íslendingar svo opnir og forvitnir að skilja meira um mig og minn menningarheim. Þau samþykkja mann. 

„Svo sé ég norðurljós og það er töfrum líkast

Eftir að ég flutti hingað hef ég lært að kunna að meta litlu hlutina í lífinu. Eyjan er staðsett langt í burtu frá meginlandi Evrópu og heimalandi mínu. En svo sé ég norðurljós og það er töfrum líkast. Og sé jökul og það eru töfrar. Hér kunnum við að meta litlu hlutina en í öðrum löndum er svo mikill hraði í samfélaginu að fólk gleymir þessum hlutum. Á Íslandi gerir fólk það svo augljóst þegar það er hamingjusamt. Til dæmis ef það er gott veður, þá tekur það frí frá vinnu bara til þess eins að njóta sólarinnar. 

Það er mér ofarlega í huga að dagarnir eru að lengjast og veðrið að hlýna. Ég hlakka mikið til að fara að ganga á fjöll. Mig langar rosalega mikið að ganga Laugaveginn í sumar.

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
5
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár