Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Var „sælunga“ Pýþeasar þá við Íslandsstrendur?

Æva­forn skrif gríska sæ­far­ans Pýþeas­ar um dul­ar­full­an stað sem hann nefndi Thule voru gjarn­an tal­in eiga við Ís­land en fræði­menn hafa þó held­ur fall­ið frá þeirri trú að und­an­förnu. Í til­efni af nýrri bók eft­ir sér­fræð­ing­inn Söruh Pot­hecary má þó velta því fyr­ir sér enn á ný.

Var „sælunga“ Pýþeasar þá við Íslandsstrendur?
Hinn dularfulli texti Pýþeasar — eins og Strabó vitnaði til hans — varð innblástur að fjölda furðusagna um Thule og þau skrímsli sem bjuggu í hafinu umhverfis.

Á fögrum haustdegi kom skip siglandi inn í höfnina í grísku nýlenduborginni Massalíu á Miðjarðarhafsströnd Gallíu. Þar heitir nú Marseilles í Frakklandi. Þetta gerðist árið 325 FT og þótt alltaf væri líf og fjör í höfninni vakti koma þessa skips samt sérstaka athygli. Þetta var stórt úthafsskip, 30 metra langt og sjá mátti á stagbættum seglum og veðurbörðum byrðingnum að það hafði mátt þola ýmislegt.

Þrjú ár voru síðan skipið lagði upp frá Massalíu og flestir höfðu verið búnir að afskrifa Pýþeas skipstjóra og hina 30 manna áhöfn hans. Þeim mun meiri var gleði sæhundanna við höfnina sem veifuðu til sjómannanna sem bjuggust nú til að leggjast upp að bryggju úthafsskipanna.

Pýþeas var virtur sjómaður í Massalíu, í senn djarfur og varkár. Í þetta sinn hafði hann verið gerður út af borgaryfirvöldum til að sigla út fyrir Súlur Heraklesar – sem við köllum nú Gíbraltarsund – og svo norður með …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helgi Hauksson skrifaði
    Augljóslega verið við sandana suður af öllu landinu, þegar landið hætti að vera til. Þannig er hreinlega að fara um Skeiðarársand sem nær 30 km og meira frá „föstu landi” niður að sjó. Hvað þá frá ströndinni séð. Landið getur hæglega horfið aftur og aftur að sumri til við uppgufun þó bærilegt skyggni sè.
    1
  • Hafsteinn Helgason skrifaði
    Við þýðum ekki nöfn og það er kominn tími á að ritarar á opnum miðlum fari að læra það. Pýþeus? Og hver ert þú? Evileye Glacierson? Vitleysa.
    0
    • Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifaði
      Hafa ekki nöfn úr forngrísku/fornbókmenntum verið þýdd nógu lengi til þess að það sé ekki mál? Herakles, Sókrates, Jesús, (o.sv.frv?)
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár