Á fögrum haustdegi kom skip siglandi inn í höfnina í grísku nýlenduborginni Massalíu á Miðjarðarhafsströnd Gallíu. Þar heitir nú Marseilles í Frakklandi. Þetta gerðist árið 325 FT og þótt alltaf væri líf og fjör í höfninni vakti koma þessa skips samt sérstaka athygli. Þetta var stórt úthafsskip, 30 metra langt og sjá mátti á stagbættum seglum og veðurbörðum byrðingnum að það hafði mátt þola ýmislegt.
Þrjú ár voru síðan skipið lagði upp frá Massalíu og flestir höfðu verið búnir að afskrifa Pýþeas skipstjóra og hina 30 manna áhöfn hans. Þeim mun meiri var gleði sæhundanna við höfnina sem veifuðu til sjómannanna sem bjuggust nú til að leggjast upp að bryggju úthafsskipanna.
Pýþeas var virtur sjómaður í Massalíu, í senn djarfur og varkár. Í þetta sinn hafði hann verið gerður út af borgaryfirvöldum til að sigla út fyrir Súlur Heraklesar – sem við köllum nú Gíbraltarsund – og svo norður með …
Athugasemdir (1)