Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?

Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?
Þessi hola er um 100 metrar í þvermál. Í skugganum á botni hennar er þægilegur 17 gráðu hiti, óljóst sjóðandi hitanum umhverfis.

Það var til marks um stórt skref í þróunarsögu mannsins þegar fyrstu hópar manna hættu að leita sér næturstaðar á víðavangi heldur settust að í hellum. Og nú kann það brátt að marka næsta skref á þróunarferli mannsins að setjast að á öðrum hnetti en okkar heimaplánetu og þá einmitt í helli — á tunglinu.

Langt er síðan vísindamenn áttuðu sig á því að á tunglinu væru allmargar hringlaga „holur“ sem við fyrstu sýn virtust svipaðar þeim ótal mörgu gígum sem skothríð loftsteina í milljónir ára hefur skilið eftir.

En þegar að var gáð var greinilega um allt önnur fyrirbæri að ræða. Niðurstaðan var sú að um væri að ræða hrunda hraunganga síðan í árdaga þegar tunglið var nýmyndað og hraun rann um það.

Hraunið brann á tunglinu

Hin dökku „höf“ á tunglinu eru gríðarmiklir hraunflákar en eftir að þeir storknuðu hélt hraun áfram að renna í sérstökum göngum undir nýmynduðu yfirborðinu. Sums staðar tæmdust göngin og síðan gat hent að „þak“ þeirra hrundi þar sem það var þynnst.

Það eru holurnar sem vísindamenn hafa verið að rannsaka um alllangt skeið, einmitt til þess að reyna að fá úr því skorið hvort slíkar holur væru til marks um víðáttumikla hella í hinum tæmdu hraunrásum undir yfirborðinu, rétt eins og við þekkjum hér á jörðinni — til dæmis á Íslandi.

Ef menn setjast að á hellum á tunglinu fara þeir kannski að krota á veggina,eins og íbúar Chauvet-hellis í suðausturhluta Frakklands gerðu fyrir tugþúsundum ára.

Löngu er ljóst að undir börmum sumra þessara hola er „skuggasvæði“ sem geislar sólarinnar ná ekki til. Og á þeim skuggasvæðum eru hitasveiflur litlar sem engar miðað við það sem gerist á yfirborði tunglsins.

Í niðurstöðum vísindarannsókna sem birtust í vefriti Geophysical Research Letters 2022 var bent á að á sólríkum degi á tunglinu (!) gæti hitinn á yfirborðinu náð 126 gráðu hita á Celsius en á nóttunni færi frostið niður í 173 gráður.

Íslenskur sumarhiti á tunglinu

Athyglisvert er (eins og hér kemur fram) að á botni holu þeirra sem helst hefur verið rannsökuð virðist hitinn verða jafnvel hærri en á yfirborðinu eða ná allt að 148 gráðum.

En í skuggunum í þeirri sömu holu reyndist hins vegar stöðugur 17 gráðu hiti.

Sem sagt á við mjög þægilega sumarhita á Íslandi!

Hér má sjá skýrsluna úr Nature Astronomy.

Æ síðan grunur vaknaði um að holurnar gætu verið til merkis um hella hafa menn látið sér detta í hug að slíkir hellar gætu verið heppilegir bústaðir fyrir tunglbúa framtíðarinnar.

Ekki dugir hvaða kofi sem er. Það þarf nefnilega ekki  einungis að verja tunglbúana fyrir hitasveiflunum á yfirborðinu heldur og geislun utan úr geimnum og alls konar „geimveðri“ sem berst nokkuð sveiflukennt með sólstormum.

Nú hafa vísindamenn við háskólann í Trento á Ítaliu legið yfir myndum af nokkrum af þessum holum, meðal annars ratsjármyndum sem geimfarið Lunar Reconnaissance Orbiter tók 2010, og þeir telja sig hafa náð að gægjast nógu langt undir barma sérstaklega einnar holu, til að þeir geti nú fullyrt að tómar hraunrásir eða -gangar, það er að segja hellar, séu beggja megin við holuna.

Að breyttu breytanda eru hellirnir á tunglinu bersýnislega svipaðrar gerðar og Surtshellir.

Hér má lesa frétt BBC af rannsókn þeirra Trento-manna sem Lorenzo Bruzzone og Leonardo Carrer fóru fyrir.

Lífið hófst í hellum

Carrer virðist samkvæmt frétt BBC vera snokinn fyrir þeirri kenningu, sem nýtur raunar vaxandi vinsælda, að lífið á jörðinni hafi ekki hafist í grunnum pollum á yfirborði Jarðar, eins og lengi var talið næsta fullvíst, heldur hafi það kviknað í djúpum hellum í iðrum Jarðar.

Og hann segir:

„Það er nú þannig að lífið á Jörðinni byrjaði í hellum og því er ekki nema hæfilegt að fólk skuli setjast að í hellum á tunglinu.“

Ljóst er að það verður heilmikið fyrirtæki að gera hellana á tunglinu íbúðarhæfa. Sú hola sem mest hefur verið rannsökuð er allt að 170 metra djúp og vanda þarf til verka við að komast þar niður án þess að hrun hefjist í börmum holunnar eða brekkunni niður á botn hennar.

En bjartsýnasta fólk telur að fólk kunni að vera farið að setjast að í hellum á tunglinu eftir 20-30 ár.

Og hafa þar með tekið nýtt skref á ferð Homo Sapiens til stjarnanna.

Gerry Fletcher hjá BBC útbjó þessa skýringamynd eftir fyrirsögn þeirra prófessoranna Bruzzone og Carrer.„Holan“ er 100 metrar í þvermál og allt að 170 metra djúp. Hversu langir hellirnir eru, veit enginn ennþá en mælingar benda þó til að þeir séu að minnsta kosti nógu langir til að þar kæmust fyrir rúmgóðir og skjólríkir mannabústaðir.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár