Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar

Stjórn­völd bera ábyrgð á upp­sögn­um 14 starfs­manna Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að mati starfs­manna, sem segj­ast hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af fram­tíð stofn­un­ar­inn­ar.

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar
Fiskur 14 manns var sagt upp hjá Hafrannsóknastofnun, en þremur boðið starf á ný. Mynd: Shutterstock

Uppsagnir 14 starfsmanna Hafrannsóknastofnunar voru harkalegar og verðmæt sérfræðiþekking hverfur frá stofnuninni. Þetta segir í tilkynningu sem Sigurður Þór Jónsson fiskifræðingur sendi fjölmiðlum í nafni starfsfólks.

„Þann 21. nóvember 2019 var 14 starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar sagt upp og þar af þremur boðið nýtt starf sem þeir höfnuðu,“ segir í ályktun starfsmanna stofnunarinnar sem samþykkt var á fundi þeirra í dag. „Aðgerðirnar voru fyrirvaralausar, harkalegar og án fullnægjandi skýringa. Ljóst er að verðmæt sérfræðiþekking hverfur frá stofnuninni og mikil eftirsjá er að því starfsfólki sem sagt var upp.“

Í ályktuninni segir að stjórnvöld beri ábyrgð á alvarlegri stöðu stofnunarinnar og að starfsmenni hafi verulegar áhyggjur af framtíð hennar. „Að sögn Sigurðar Guðjónssonar forstjóra Hafrannsóknastofnunar voru aðgerðirnar framkvæmdar í samráði við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og eiga ekki að hafa áhrif á kjarnastarfsemi  stofnunarinnar og öllum helstu verkefnum haldið áfram,“ segir í ályktuninni. „Að mati starfsmanna munu aðgerðirnar þvert á móti hafa neikvæð áhrif á kjarnastarfsemi stofnunarinnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár