Bylting

Hörður Torfason

Útgáfudagur: 5. október 2018
Útgefandi: Stundin
Netverð: 4.990 krónur (án sendingarkostnaðar)
Þann 11. október eru tíu ár liðin frá því að Búsáhaldabyltingin hófst og almenningur reis upp í kjölfar hruns fjármálakerfisins. Þúsundir Íslendinga flykktust á Austurvöll til að mótmæla þeirri spillingu og græðgi sem leiddi til þess að stór hluti landsmanna varð fyrir áfalli og afkoma þeirra var í uppnámi. Smám saman tóku mótmælin á sig fasta mynd og mánuðum saman komu mótmælendur saman alla laugardaga við undirleik búsáhalda. Kröfum þeirra um lýðræðisumbætur urðu sífellt háværari. Ríkisstjórnin féll. Hörður Torfason tónlistarmaður hélt utan um fundina og gætti að skipulagi þeirra. Í bókinni veitir hann innsýn í atburðarrásina þessa örlagaríku mánuði í sögu þjóðarinnar, birt eru brot úr dagbókarfærslum hans, rifjaðir upp fréttaviðburðir og sýndar ljósmyndir frá vettvangi frá þessum viðburðarríka tíma Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur greinir áhrif Búsáhaldabyltingarinnar á samfélagið. Spurt er hverju hún hafi breytt. Auk þess segja nokkrir Íslendingar frá aðkomu sinni að átökunum

Skráðu þig inn til að panta