Amma - Draumar í lit

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Útgáfudagur: 10. september 2018
Útgefandi: Stundin
Netverð: 2.990 krónur (án sendingarkostnaðar)
Bókin Amma – Draumar í lit er um ævi Hólmfríðar Sigurðardóttur. Bókin sýnir í svipmyndum lífshlaup Hólmfríðar, sem var fyrsta stúlkan frá Raufarhöfn til að fara í menntaskóla, snemma á síðustu öld. Hún varð svo húsmóðir í Reykjavík, síðar ástríðufullur kennari barna með þroskahömlun og loks skáld á efri árum, en hennar fyrsta ljóðabók kom út árið 2016. Hólmfríður er sjö barna móðir en á meðal barna hennar eru Vigdís Grímsdóttir rithöfundur og rannsóknarlögreglumaðurinn Grímur Grímsson. Amma – Draumar í lit gefur lesanda innsýn í horfna lífshætti og nútímalíf. Það er barnabarn Hólmfríðar og nafna, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, sem skrásetur söguna. Hún tvinnar inn í frásögnina eigin minningarbrot, samtöl þeirra yfir rjúkandi kaffibolla og ljóð ömmu sinnar.

Skráðu þig inn til að panta