Úr dómsalnum: Lögmenn Samherja lásu upp skilgreiningu á list

Lista­mað­ur­inn Odee mætti í hæsta­rétt í London með skjöl­in sín í Ikea bak­poka. Lög­fræðiteymi Sam­herja ferj­aði gögn­in sín inn í skjalmöpp­um á hjól­bör­um. Sif Sig­mars­dótt­ir, pistla­höf­und­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var í rétt­ar­saln­um og fylgd­ist með máli Sam­herja gegn lista­mann­in­um.

Úr dómsalnum: Lögmenn Samherja lásu upp skilgreiningu á list
Listamaðurinn Odee á leið í réttarsal.

Málarekstrinum var rétt að ljúka síðdegis fimmtudaginn 26. september þegar blaðamaður heyrir í pistlahöfundinum á Facetime. Dómarinn sagðist ekki ætla að fella dóm í dag heldur leggjast frekar yfir málið – sem kallast „Reserve judgement,útskýrir Sif sem hefur ekki einu sinni náð að fá sér kaffibolla fyrir samtalið.

Hún segir að Odee – öðru nafni Oddur Eysteinn Friðriksson – telji það vera góðs viti fyrir sig. „Það sýnir að málið er flókið,“ hefur hún eftir honum og segir að í réttarsalnum hafi lögfræðingar Samherja leitast við að sýna fram á að Samherji væri þekkt vörumerki í Bretlandi, einkum meðal viðskiptavina fyrirtækisins: ... sem nyti góðs orðstírs ­– „good will“ kallast það á lagamálisem þyrfti að vernda,“ botnar hún.

Í vörn sinni leitaðist Oddur við að sýna fram á að verk hans væri ekki „tilefnislaus árás á“ Samherja„senseless attack on the Claimant““  ... – þýðir Sif jafnóðum –  ... heldur listaverk sem ætlað var að vekja athygli á samfélagslegum vandamálum og gagnrýna framferði stórfyrirtækja, útskýrir hún og skiptir aftur yfir í ensku: „raise awareness about social issues, and critique corporate practices“.

Þess ber að geta lögmenn Samherja fluttu mál fyrirtækisins en Oddur flutti sitt mál sjálfur. Sif vitnar í þessi orð úr málflutningi hans: „Listaverkið kom af stað umræðu og rökræðum á Íslandi og víðar um spillingu og ábyrgð.“

„Í vörn sinni leitaðist Oddur við að sýna fram á að verk hans væri ekki „tilefnislaus árás á“ Samherja.“
Sif Sigmarsdóttir

 „Hringleikahús fáránleikans“

Sif segir því næst að þótt lögfræðingar Samherja hafi viðurkennt að fyrirtækið hefði ekki orðið fyrir skaða vegna listaverksins var talið að skaði hefði getað hlotist af verkinu. Aftur á móti telji Oddur málið vera stærra en listaverk.

Hann segir tilganginn með málsókninni vera þá að kæfa opinbera gagnrýni,útskýrir Sif og segir að í samtali við sig hafi Oddur sagt: Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja. Það er eitthvað sem listaverkið dregur fram. Og það er eitthvað sem gefur listaverkinu meira listrænt gildi.“

Voru þetta listræn réttarhöld?

Oddur lýsir því sem „hringleikahúsi fáránleikans“ að sitja í breskum réttarsal í einhvers konar „ritrýni“ um eigið verk. Í tilraun til að sýna fram á að heimasíðan, sem var hluti af verki Odds, væri ekki list lásu lögmenn Samherja upp skilgreiningu Ensku orðabókarinnar á list. Oddur velti fyrir sér hversu gáfulega skilgreiningu hann fyndi þar um orðið „lögfræði“.“

„Lögfræðingar Samherja upp skilgreiningu Ensku orðabókarinnar á list“
Sif Sigmarsdóttir

 Stefndi: „Mér leiðist“

Aðspurð hvernig listamanninum virtist líða í réttarsalnum segir Sif: „Frægt er þegar þáverandi sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, spurði Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, hvernig honum í liði í kjölfar þess að fjölmiðlar fjölluðu um meintar mútugreiðslur fyrirtækisins í tengsl¬um við Namibíuveiðar þess. Mér fannst því rétt að spyrja Odee í réttarsalnum hvernig honum liði. „Mér leiðist,“ svaraði hann,“ –  lýsir Sif og segir það vera tilfinningu sem vafalaust fleiri í salnum hafi fundið til eftir að hafa hlýtt á lögfræði-teymi Samherja tala af alvöruþrunginni lotningu um vörumerki og markaðsefni fyrirtækisins í tvær og hálfa klukkustund.“

 En hvernig kom þetta þér fyrir sjónir? Geturðu lýst stað og stund?

„Oddur ver sig sjálfur gegn fimm manna teymi frá lögfræðiskrifstofu í London. Fyrsta morguninn sat Oddur fyrir utan réttarsalinn ásamt lögfræðilegum ráðgjafa sem er honum innan handar, ung kona sem styður hann „pro bono“. Hann var hversdagslega klæddur í svartar gallabuxur, litríka köflótta skyrtu og strigaskó, hún ægilega smart frönsk skvísa í flottum leðurstígvélum. Það dimmdi yfir þegar sveimur af lögmönnum valsaði inn í gráum jakkafötum. Það reyndist hið tröllvaxna teymi Samherja.“

Odee ásamt lögfræðiráðgjafanum sem heitir Andra Matei„Oddur ver sig sjálfur gegn fimm manna teymi frá lögfræðiskrifstofu í London. Fyrsta morguninn sat Oddur fyrir utan réttarsalinn ásamt lögfræðilegum ráðgjafa sem er honum innan handar, ung kona sem styður hann „pro bono“

Hún segir andartakið hafa verið eins og klisjukennd bíómynd um lítilmagnann sem tekst á við hið illa stórfyrirtæki. „Oddur var með skjölin sín í bakpoka sem hann keypti í Ikea. Lögfræðiteymi Samherja ferjaði gögnin sín inn í skjalmöppum á hjólbörum. Það fangaði dálítið Davíð og Golíat stemninguna í réttarsalnum.

 Var skrýtið að fylgjast með þessu?

„Það er augljóslega erfitt fyrir Íslending að þurfa að mæta til London og verja sig svona í ókunnugu landi, í ókunnugu kerfi, á tungumáli sem er ekki móðurmál hans og það án lögfræðings. Íslendingurinn í mér vildi helst fara til hans og gefa honum knús. Þegar málflutningi lauk í dag bauðst dómarinn til að kveða upp dóm sinn í gegnum Zoom svo að Oddur þyrfti ekki að ferðast aftur til London og ljúka mætti málinu með hraði. Þegar Oddur kvaðst heldur vilja vera viðstaddur í persónu andvörpuðu lögfræðinga Samherja þungt. Eftir að málarekstrinum lauk stormaði dómarinn út.

Þeir sem ekki þekkja breskt dómskerfi vita auðvitað lítið um það hvað gerist næst. Hinir jakkafataklæddu hrukku þá í mannlega gírinn og útskýrðu fyrir Oddi og lögfræðiráðgjafa hans, Andra Matei, hvað tæki við í ferlinu,“ segir Sif að lokum.  

Blaðamaður þakkar þar með pistlahöfundi fyrir innsýnina.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
1
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Kjósendur Miðflokks mun íhaldssamari en Sjálfstæðisflokks
4
Fréttir

Kjós­end­ur Mið­flokks mun íhalds­sam­ari en Sjálf­stæð­is­flokks

Stjórn­mála­fræð­ing­ar við Há­skóla Ís­lands gapa ekki yf­ir því sem virð­ist raun­in, að Mið­flokk­ur­inn sæki nú til íhalds­sam­ari kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins og sópi til sín fylgi úr þeirra röð­um. Í vænt­an­legri bók sem bygg­ir á gögn­um Ís­lensku kosn­ing­a­rann­sókn­ar­inn­ar frá 2021 kem­ur fram að kjós­end­ur flokk­anna tveggja eru mjög sam­stiga á hinum hefð­bundna vinstri-hægri ás, en kjós­end­ur Mið­flokks­ins eru íhalds­sam­ari er kem­ur að sam­fé­lags- og al­þjóða­mál­um.
Foreldri oftast gerandinn þegar barn er myrt
5
Fréttir

For­eldri oft­ast ger­and­inn þeg­ar barn er myrt

Sex mál, þar sem for­eldri hef­ur ráð­ið barni sínu bana, hafa kom­ið upp frá ár­inu 1970 – tvö þeirra á þessu ári. En hvers vegna á slík­ur harm­leik­ur sér stað? Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir af­brota­fræð­ing­ur seg­ir ójöfn­uð í sam­fé­lag­inu auka lík­urn­ar á of­beldi gegn börn­um. Sál­fræð­ing­ar hafa kom­ið auga á fimm megin­á­stæð­ur þess að for­eldr­ar ráði börn­um sín­um bana.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
3
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
6
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
„Ímyndaðu þér hvað Skagfirðingar yrðu hamingjusamir“
8
Fréttir

„Ímynd­aðu þér hvað Skag­firð­ing­ar yrðu ham­ingju­sam­ir“

Meiri­hlut­inn í skipu­lags­nefnd Skaga­fjarð­ar klofn­aði í af­stöðu sinni til til­lögu VG og óháðra um að lokka lág­vöru­verð­sversl­un inn á nýtt at­vinnu- og þjón­ustu­svæði á Sauð­ár­króki. Mál­ið verð­ur tek­ið fyr­ir á fundi sveit­ar­stjórn­ar um miðj­an októ­ber. Álf­hild­ur Leifs­dótt­ir full­trúi VG og óháðra kveðst spennt að sjá hver nið­ur­stað­an verði þar.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár