Trump „virðist hafa verið sýnt banatilræði“

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an greindi frá því í kvöld að svo virt­ist sem reynt hefði ver­ið að ráða Don­ald Trump, for­setafram­bjóð­anda af dög­um á golf­velli í Palm Beach í Flórida. Hann sak­aði ekki. Mað­ur hef­ur ver­ið hand­tek­inn grun­að­ur um að hafa skot­ið af riffli á golf­vell­in­um.

Trump „virðist hafa verið sýnt banatilræði“
Ekkert mun stöðva mig Donald Trump, forsetaframbjóðandi sendi stuðningsfólki sínu yfirlýsingu í kvöld þar sem hann sagðist vera heill á húfi og að ekkert gæti stöðvað hann. Talið er að reynt hafi verið að ráða honum bana á golfvelli í Flórída í dag.

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) sendi frá sér tilkynningu í kvöld þar sem greint er frá því að rannsókn standi yfir á atviki á golfvelli Trumps í Palm Beach í Flórída. Þar var Trump, fyrrverandi forseti, núverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í golfi og var samkvæmt fjölmiðlum vestra á milli fimmtu og sjöttu holu þegar skothvellir heyrðust. Honum var komið í skjól og sakaði ekki.

„Ég mun aldrei gefast upp“

Í tilkynningu alríkislögreglunnar segir að Trump „virðist hafa verið sýnt banatilræði.“ Sjálfur sendi Trump frá sér yfirlýsingu áður en lögreglan hafði greint frá því að líklega hefði verið reynt að ráða hann af dögum á golfvellinum. Þar segist Trump vera heill á húfi. Það voru skothvellir í nágrenninu en áður en sögusagnir sem eiga ekki við rök að styðjast fara af stað vildi ég að þið heyrðuð þetta frá mér; Ég er öruggur og líður vel. Ekkert mun stöðva mig. Ég mun aldrei gefast upp. Ég mun alltaf elska þau sem styðja mig.

Maður í haldi lögreglu 

Maður á sextugsaldri var handtekinn í kvöld, grunaður um að hafa skotið af rifflinum. Segja fjölmiðlar í Bandaríkjunum að hann hafi verið í um 300 metra fjarlægð frá Trump þegar hann skaut. Þá segir FBI að riffillinn hafi verið með sjónauka en auk þess hafi fundist bakpoki sem talinn er í eigu mannsins sem skaut og að í honum hafi verið GoPro myndavél og talið að hann hafi ætlað að taka verknaðinn upp á myndband. 

Lögregla lokaði stóru svæði í kringum golfvöllinnLögregla hafði mikinn viðbúnað eftir að skotið var af riffli á golfvellinum þar sem Trump var í golfi.

CNN segir frá því í kvöld að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi áður lýst yfir áhyggjum af öryggismálum á golfvöllum og hefur völlur Trump sérstaklega verið nefndur í því samhengi. Segir leyniþjónustan að afar erfitt sé að tryggja öryggi ráðafólks á slíkum völlum. 

Ef staðfest verður að um banatilræði við Trump hafi verið að ræða er það í annað sinn á á stuttum tíma sem reynt er að ráða honum bana því að fyrir tveimur mánuðum særðist Trump á eyra eftir að skotið var á hann á kosningafundi í Pensylvaníu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
8
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
9
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár