Streymi frá útför Bryndísar Klöru

Bryn­dís Klara Birg­is­dótt­ir, 17 ára stúlka sem lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala í lok ág­úst eft­ir hnífstungu­árás á Menn­ing­arnótt, verð­ur jarð­sung­in frá Hall­gríms­kirkju klukk­an þrjú síð­deg­is í dag. Heim­ild­in birt­ir streymi frá út­för­inni með leyfi fjöl­skyldu Bryn­dís­ar Klöru.

Jarðarför Hér er aðgengilegt myndskeið frá jarðarför Bryndísar sem fram fór síðdegis í dag.

Bryndís Klara Birgisdóttir var 17 ára og sex mánaða gömul þegar hún lést á gjörgæsludeild Landspítala 30. ágúst síðastliðinn. Hún lét eftir sig foreldrana Iðunni Eiríksdóttur og Birgi Karl Óskarsson, sem og Vigdísi, átta ára gamla systur sína.

Bryndís var jarðsungin við athöfn í Hallgrímskirkju í dag. Séra Örn Bárður Jónsson og séra Guðni Már Harðarson jarðsungu Bryndísi en organisti var Gunnar Gunnarsson. 

Sigríður Thorlacius söng og Karlakórinn Fóstbræður, undir stjórn Árna Harðarsonar, sömuleiðis. 

Hér að ofan má nálgast streymi frá athöfninni. 

Mikill fjöldi minnist Bryndísar Klöru

Íslendingar voru slegnir eftir andlát Bryndísar sem bar að eftir hnífstunguárás sem hún varð fyrir á Menningarnótt. Þrír eru með réttarstöðu grunaðs vegna árásarinnar, þar á meðal 16 ára drengur sem talinn er tengjast henni með beinum hætti. 

Bryndísar hefur verið minnst víða um land, meðal annars með því þegar menntaskólanemendur og fleiri hafa klætt sig í bleikt í minningu hennar. Þá mættu einhver hundruð á minningarathöfn um Bryndísi um síðustu helgi. 

Minningarsjóður og ákall eftir öruggara samfélagi

Sérstakur sjóður hefur verið stofnaður í minningu Bryndísar. 

„Sjóðurinn mun styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun einbeita sér að fræðslu, rannsóknum og vitundarvakningu til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig,“ sagði í tilkynningu um sjóðinn.

Þá hafa foreldrar og aðstandendur Bryndísar kallað eftir því að fólk velji „líf en ekki hníf“.

„Við biðlum til allra sem bera hnífa að skila þeim til lög­regl­unn­ar. For­eldr­ar Bryn­dís­ar óska þess að dauði henn­ar verði til þess að vopna­b­urður heyri sög­unni til og kær­leik­ur­inn verði eina vopnið. Stönd­um sam­an fyr­ir ör­ugg­ara og betra sam­fé­lagi.“  

ÁstBryndís Klara ásamt foreldrum sínum. Myndin er á meðal þeirra sem birtust af Bryndísi umvafinni ástvinum sínum í sálmaskránni í dag.

Minningarsjóður Bryndísar Klöru

Kennitala: 430924-0600

Bankareikningur: 515-14-171717

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
8
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
9
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár