Telur gagnrýni í garð meirihlutans hafa kostað hann starf hjá Hafnarfjarðarbæ

Hraun­valla­skóli í Hafnar­firði aft­ur­kall­aði ráðn­ingu manns dag­inn eft­ir að hann gagn­rýndi meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar op­in­ber­lega. Skýr­ing­in sem mað­ur­inn fékk fyr­ir aft­ur­köll­un ráðn­ing­ar­inn­ar var sú að stæð­ist ekki mennt­un­ar­kröf­ur.

Telur gagnrýni í garð meirihlutans hafa kostað hann starf hjá Hafnarfjarðarbæ
Gagnrýni „Ég tjáði mig um þá ákvörðun og leyfði mér að gagnrýna meirihluta bæjarstjórnar harðlega, eins og ég trúði að mér væri frjálst að gera sem frjáls maður í frjálsu landi,“ skrifar Óskar. Mynd: Wikimedia Commons

Tilboð um starf hjá Hafnarfjarðarbæ sem Óskar Steinn Ómarsson hafði þegið var skyndilega dregið til baka daginn eftir að Óskar gagnrýndi meirihluta bæjarstjórnar opinberlega fyrir að loka ungmennahúsinu Hamrinum í bænum. Þessu greinir Óskar frá í Facebook-færslu frá því fyrr í dag. 

Óskar Steinn segist hafa sótt um stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla í vor og fengið starfið. Viku síðar tók bæjarstjórn Hafnarfjarðar þá ákvörðun að loka ungmennahúsinu Hamrinum. Þetta líkaði Óskari illa. En hann hafði starfað þar í hlutastarfi í á fimmta ár.

„Ég tjáði mig um þá ákvörðun og leyfði mér að gagnrýna meirihluta bæjarstjórnar harðlega, eins og ég trúði að mér væri frjálst að gera sem frjáls maður í frjálsu landi,“ skrifar Óskar á Facebook.

Hann gerði þetta meðal annars með því að skrifa grein um málið á Vísi, Aðför að ungmennum (Í minningu Hamarsins), þar sem hann fór hörðum orðum um bæjaryfirvöld og þeirra vinnubrögð. Í greininni velti hann því meðal annars upp hvort að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri ef til vill haldinn útlendingaandúð eða að ákveðnir starfsmenn Hamarsins væru honum ekki pólitískt þóknanlegir.

Stjórnmálafræði nýtist ekki í starfi

Daginn eftir að greinin birtist fékk Óskar símtal frá skólastjóra Hraunavallaskóla þar sem honum var tilkynnt að við frekari skoðun stæðist hann ekki menntunarkröfur. Þremur vikum eftir að honum hafði verið ráðinn í starfið var ráðningin því afturkölluð. 

„Ég óskaði eftir nánari rökstuðningi og í honum segir að BA gráða mín í stjórnmálafræði sé ekki nógu skyld tómstundafræði eða menntunarfræði til að hún geti talist sem „annað háskólanám sem nýtist í starfi.““

Óskar segir að í rökstuðningum sé ekki minnst á áralanga reynslu hans af tómstundastarfi með ungmennum og þau mörgu námskeið sem hann hafi sótt um ungmennastarf. „Þar að auki virðist það engu máli skipta að í nokkrum tómstundamiðstöðvum Hafnarfjarðar starfa deildarstjórar með aðra háskólamenntun, meðal annars í stjórnmálafræði,“ skrifar Óskar.

Nú segist hann standa í stappi við bæinn um hvort sveitarfélagið geti fallið frá ráðningu í starf sem þegar var búið að ráða hann í. „Á meðan dælir bærinn peningum útsvarsgreiðenda í að auglýsa starfið á samfélagsmiðlum og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn því eitthvað virðist framboðið lítið af góðum kandídötum í starfið - einhverjum öðrum en mér allavega.“

Dæmi um ógnarstjórn og spillingu

Saga Óskars hefur valdið talsverða hneykslan á netinu, en til dæmis segir Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði, í ummælum undir færslunni að lýsing Óskars sé „auðvitað ekkert annað en vísir að ógnarstjórn.“ Þetta sé ekki eina dæmið um slíkt. 

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta snúast um að ráða aldrei fólk sem viðri skoðanir sínar opinberlega til starfa. „Meðvituð leið til að halda hæfu fólki frá opinberum störfum,“ skrifar hún. 

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, deilir færslunni og segir að sagan sé ágætis útskýring á því hvernig farið sé með pólitískt vald á Íslandi. „Þetta er dæmi um spillingu - í skilningi þess að hér er verið að spilla / skemma skýrt og faglegt ferli með pólitískum afskiptum. Það er amk það sem ég les á milli línanna að hafi gerst þarna. Við verðum að gera betur.“

Lars Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla, neitað að tjá sig um málið þegar Heimildin náði af honum tali. Ekki náðist í Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra í Hafnarfirði við vinnslu fréttarinnar og ekki fékkst samband við samskiptastjóra bæjarins, nema í gegnum tölvupóst. 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ætlar þú ein lítil stelpa í alvöru að fara upp á móti manni með stjórnmálaflokk á bak við sig?“
1
FréttirÁ vettvangi

„Ætl­ar þú ein lít­il stelpa í al­vöru að fara upp á móti manni með stjórn­mála­flokk á bak við sig?“

Kona sem var nauðg­að af þjóð­þekkt­um manni kom alls stað­ar að lok­uð­um dyr­um þeg­ar hún lagði fram kæru, sér­stak­lega hjá lög­reglu og rétt­ar­gæslu­mönn­um sem neit­uðu að taka mál­ið að sér vegna þess hver hann var. Þetta var fyr­ir 25 ár­um. Yf­ir­mað­ur kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir að fræg­ir fái enga sér­með­ferð í dag hjá deild­inni.
Greiðslubyrðin tvöfaldaðist um mánaðarmót: „Það má ekkert koma upp á“
3
FréttirNeytendamál

Greiðslu­byrð­in tvö­fald­að­ist um mán­að­ar­mót: „Það má ekk­ert koma upp á“

Greiðslu­byrði af hús­næð­is­láni Gígju Skúla­dótt­ur tvö­fald­að­ist síð­ustu mán­að­ar­mót. Þeg­ar bú­ið er að greiða önn­ur mán­að­ar­leg gjöld stend­ur hún eft­ir með lít­ið á milli hand­anna til þess að verja í grunn nauð­synj­ar á borð mat. Hún seg­ir að lít­ið megi út af bregða án þess að hún lendi í fjár­hags­vand­ræð­um. Hún spyr hvernig venju­legu fólki tak­ist að lifa lífi sínu í nú­ver­andi efna­hags­ástandi.
Ágúst barnaníðingur kominn með nýtt nafn
6
VettvangurÁ vettvangi

Ág­úst barn­aníð­ing­ur kom­inn með nýtt nafn

Ág­úst Magnús­son fékk fimm ára dóm vegna kyn­ferð­is­brota gegn sex ung­um drengj­um ár­ið 2004. Ág­úst hef­ur nú skipt um nafn, er hvergi skráð­ur til heim­il­is og því ekki vit­að hvar hann held­ur til. Yf­ir­mað­ur kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ist ekki skilja af hverju dæmd­um barn­aníð­ing­um er gert það auð­velt að breyta um nafn.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Konur í viðkvæmri stöðu
7
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Kon­ur í við­kvæmri stöðu

Teym­is­stjóri Bjark­ar­hlíð­ar seg­ir öll of­beld­is­brot í tí­unda veldi í fíkni­efna­heim­in­um. „Við er­um oft að sjá mjög ung­ar stelp­ur í þess­um að­stæð­um og við vit­um af stelp­um sem eru fimm ár­um eldri sem hafa lent í sömu mönn­um, tíu ár­um eldri sem hafa lent í sömu mönn­um,“ seg­ir Jenný Krist­ín Val­berg. Þetta er með­al þess sem kem­ur fram í loka­þætti hlað­varps­serí­unn­ar Á vett­vangi þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
100 bestu bækur 21. aldar – íslenski listinn
8
Greining

100 bestu bæk­ur 21. ald­ar – ís­lenski list­inn

Dag­blað­ið The New York Times birti ný­ver­ið lista yf­ir 100 bestu bæk­ur 21. ald­ar­inn­ar í til­efni þess að ald­ar­fjórð­ung­ur er senn lið­inn frá upp­hafi henn­ar. Á list­an­um er að finna fjölda skáld­verka sem not­ið hafa vin­sælda með­al ís­lenskra les­enda í ís­lenskri þýð­ingu. Má þar nefna bók­ina Framúrsk­ar­andi vin­kona, fyrstu bók í Napólí-fjór­leik Elenu Ferr­an­te, sem verm­ir 1. sæti list­ans og Slepptu mér aldrei eft­ir jap­ansk-enska rit­höf­und­inn og Nó­bels­haf­ann Kazuo Is­higuro sem sit­ur í 9. sæti hans. En hverj­ar eru bestu ís­lensku bæk­ur 21. ald­ar­inn­ar?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ætlar þú ein lítil stelpa í alvöru að fara upp á móti manni með stjórnmálaflokk á bak við sig?“
2
FréttirÁ vettvangi

„Ætl­ar þú ein lít­il stelpa í al­vöru að fara upp á móti manni með stjórn­mála­flokk á bak við sig?“

Kona sem var nauðg­að af þjóð­þekkt­um manni kom alls stað­ar að lok­uð­um dyr­um þeg­ar hún lagði fram kæru, sér­stak­lega hjá lög­reglu og rétt­ar­gæslu­mönn­um sem neit­uðu að taka mál­ið að sér vegna þess hver hann var. Þetta var fyr­ir 25 ár­um. Yf­ir­mað­ur kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir að fræg­ir fái enga sér­með­ferð í dag hjá deild­inni.
Lögð inn á spítala eftir bréf frá Fæðingarorlofssjóði
3
ÚttektKerfi sem bregst barnafjölskyldum

Lögð inn á spít­ala eft­ir bréf frá Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði

Ís­lensk­ir for­eldr­ar sem Heim­ild­in hef­ur rætt við segja frá harka­leg­um könt­um á kassa­laga kerfi sem fær þau til að hugsa sig tvisvar um frek­ari barneign­ir. Lækn­ir og bráða­tækn­ir sem eign­uð­ust ný­lega son voru bæði kom­in aft­ur út á vinnu­mark­að þrem­ur mán­uð­um eft­ir barns­burð. Um tíma leit út fyr­ir að móð­ir­in fengi ekki fæð­ing­ar­or­lof.
Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
8
ÚttektKerfi sem bregst barnafjölskyldum

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu umdeild á meðal skólafólks
10
Fréttir

Skýrsla um stöðu drengja í mennta­kerf­inu um­deild á með­al skóla­fólks

Tryggvi Hjalta­son fékk 17 millj­ón­ir fyr­ir gerð skýrslu um stöðu drengja í skóla­kerf­inu. Skýrsl­an hef­ur ver­ið um­deild á með­al skóla­fólks, sem gagn­rýn­ir að­ferða­fræð­ina, val á við­mæl­end­um, sam­an­burð við önn­ur gögn og túlk­un á nið­ur­stöð­um. Sjálf­ur seg­ir höf­und­ur­inn að skýrsl­an sé hvorki upp­haf né end­ir á um­ræð­unni.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
3
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Ætlar þú ein lítil stelpa í alvöru að fara upp á móti manni með stjórnmálaflokk á bak við sig?“
7
FréttirÁ vettvangi

„Ætl­ar þú ein lít­il stelpa í al­vöru að fara upp á móti manni með stjórn­mála­flokk á bak við sig?“

Kona sem var nauðg­að af þjóð­þekkt­um manni kom alls stað­ar að lok­uð­um dyr­um þeg­ar hún lagði fram kæru, sér­stak­lega hjá lög­reglu og rétt­ar­gæslu­mönn­um sem neit­uðu að taka mál­ið að sér vegna þess hver hann var. Þetta var fyr­ir 25 ár­um. Yf­ir­mað­ur kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir að fræg­ir fái enga sér­með­ferð í dag hjá deild­inni.
Lögð inn á spítala eftir bréf frá Fæðingarorlofssjóði
8
ÚttektKerfi sem bregst barnafjölskyldum

Lögð inn á spít­ala eft­ir bréf frá Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði

Ís­lensk­ir for­eldr­ar sem Heim­ild­in hef­ur rætt við segja frá harka­leg­um könt­um á kassa­laga kerfi sem fær þau til að hugsa sig tvisvar um frek­ari barneign­ir. Lækn­ir og bráða­tækn­ir sem eign­uð­ust ný­lega son voru bæði kom­in aft­ur út á vinnu­mark­að þrem­ur mán­uð­um eft­ir barns­burð. Um tíma leit út fyr­ir að móð­ir­in fengi ekki fæð­ing­ar­or­lof.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár