Seinasta vísíteringin: „Það var mjög langt að fara, til dæmis með lík“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir bisk­up Ís­lands vísíter­aði eitt af­skekkt­asta bæn­hús lands­ins á dög­un­um þeg­ar hún fór til Furu­fjarð­ar á Strönd­um. Golli ljós­mynd­ari slóst í för með Agnesi.

Séra Agnes M. Sigurðardóttir reimaði á sig gönguskóna þegar hún heimsótti Furufjörð á dögunum.

„Ég er að vísítera hér núna, heimsækja bænhúsið, eins og ég hef gert við kirkjur landsins undanfarin tólf ár,“ segir séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sem á dögunum gerði sér ferð í Furufjörð á Ströndum. Þetta er stuttur en breiður fjörður fyrir opnu hafi, á mörkum Stranda og Hornstranda en vesturströnd fjarðarins er innan Hornstrandafriðlandsins. 

Við altarið.Bænhúsið í Furufirði var vígt 1902.

Bænhúsið var byggt árið 1899 og vígt 1902. Undanfarin ár hefur þar mikið viðhald farið fram, en húsið er friðlýst. „Nú er þetta orðið glæsilegt hús og fallegt,“ segir Agnes. 

Flestir þeir sem létust í Grunnavíkursókn norðan Skorarheiðar eftir aldamótin 1900 eru grafnir við bænhúsið. „Kirkjan þeirra var í Grunnavík og það var mjög langt að fara, til dæmis með lík, alla leið frá Ströndum og í Grunnavík, sérstaklega þegar veður var vont um vetur. Þess vegna var þetta bænhús byggt,“ segir hún. 

Kunnug staðháttum.Sigrún Guðmundsdóttir er elst þeirra systkina sem nú eiga sumarhús í Furufirði. Hún tók á móti biskup og leiðsagði um svæðið.

Enn kemur fyrir að haldnar séu messur í bænhúsinu þó fjörðurinn sé afskekktur. „Ég hef einu sinni gift hérna, í messu reyndar, þannig að það er svona ein og ein athöfn,“ segir Agnes. 

Samkvæmt starfskyldum biskups Íslands skal hann vísítera allar kirkjur landsins á minnst tíu ára fresti. Í heimsókn sem þessari tekur biskup út kirkjuna, skráir kirkjugripina „og sé til þess að allt sé eins og það á að vera þó þetta sé kirkja í eyðibyggð,“ segir Agnes. Kórónuveirufaraldurinn tafði biskup eilítið í þessum erindagjörðum en nú er hún búin að fara í nánast allar kirkjurnar. 

Á gúmmíbát með björgunarvesti.Til að komast í Furufjörð þarf að sigla úr Norðurfirði á Ströndum. Engin hafnaraðstaða er til staðar í Furufirði og því þarf að ferja ferðalanga í land á gúmmíbátum.


Er þetta þá síðasta bænhúsið á þessum lista sem þú ert að heimsækja?

„Já, það má segja það, að þetta sé síðasta, eða með þeim allra síðustu. Það kann að vera að ég fari í tvær, þrjár kirkjur í viðbót í fámenni byggðum en ég veit ekki hvort það næst,“ segir Agnes sem er að láta af embætti biskups. 

Guðrún Karls Helgadóttir, nýkjörin biskup, tekur formlega við embættinu í dag, 1. júlí. Hún verður hins vegar ekki vígð fyrr en 1. september og fyrir það mun hún ekki sinna verkefnum á borð við að vígja presta og kirkjur, slíkt verður þangað til áfram í höndum Agnesar. 

Kannast við nöfnin.Agnes á ættir að rekja til Grunnavíkurhrepps hins forna og kannast því við mörg nöfn á krossum kirkjugarðarins.

En Agnes hefur sjálf persónulega tengingu við bænhúsið í Furufirði. 

„Já, móðurfólk mitt er hér úr þessum hreppi, Grunnavíkurhreppi hinum forna, og ég sé hérna í kirkjugarðinum nöfn sem ég kannast við úr minni ætt,“ segir hún

Nú ertu hér sex dögum eftir að þú varst að predika í Dómkirkjunni í fullum skrúða, hér ertu í gönguskóm og með ullarhúfu í þessum fáfarna firði. Eru einhverjar sérstakar athafnir biskups sem þú átt eftir að sakna meira en aðrar þegar haustið kemur?

„Ég hef ekki hugsað út í það. Örugglega á ég eftir að sakna einhvers eins og alltaf er. Þetta er búinn að vera ágætis tími, góður tími, og eins og þú sérð þá er þetta starf mjög fjölbreytt, að vera biskup. Maður hittir mjög margt fólk, gott fólk , til dæmis þetta fólk sem ég hitti á visitasíum sem er úti um allt land og vill gera kirkjunum og bænahúsunum til góða. Það er náttúrulega bara frábært fyrir okkur öll sem hér búum á landinu,“ segir hún. 

Horft til baka.Það var fínt í sjóinn þegar Agnes beið þess af vera flutt aftur um borð í bátinn sem flutti hana úr Furufirði og áleiðis heim.

Agnes er í forsíðuviðtali Heimildarinnar þar sem hún ræðir áskoranir í lífi og störfum, sambandið við Guð, sýn hennar á samfélagið og erindi þjóðkirkjunnar. Hér má lesa viðtalið í heild sinni.








Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
1
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Kristin hugveita sendir fólki valkröfur í heimabankann
4
Fréttir

Krist­in hug­veita send­ir fólki val­kröf­ur í heima­bank­ann

Nokk­ur hundruð lands­menn fengu ný­lega senda for­vitni­lega val­kröfu frá fé­lagi sem heit­ir Pax Vobis. Um er að ræða óhagn­aða­drifna hug­veitu um kristna trú sem birt­ir efni á ýms­um sam­fé­lags­miðl­um. Nokk­ur um­ræða skap­að­ist um reikn­inga fé­lags­ins á sam­fé­lags­miðl­um en stofn­andi fé­lags­ins árétt­ir að fólki sé frjálst hundsa val­kröf­una þeim að kostn­að­ar­lausu.
„Samt sáum við íslensku konurnar sem fóru út þegar þeim ofbauð“
5
Fréttir

„Samt sáum við ís­lensku kon­urn­ar sem fóru út þeg­ar þeim of­bauð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir seg­ir það hafa ver­ið virð­ing­ar­vert þeg­ar ís­lensk­ar kon­ur fóru til Gaza að bjarga það­an fjöl­skyld­um sem höfðu feng­ið dval­ar­leyfi á Ís­landi. Það var fyrst eft­ir það sem ís­lensk stjórn­völd brugð­ust við stöð­unni og seg­ir Agnes að ut­an frá séð „þá finnst mér að þau hefðu getað brugð­ist fyrr við“
Óvinsælasta ríkisstjórn Íslands í 15 ár og minnsta fylgi Framsóknar frá upphafi
8
Stjórnmál

Óvin­sæl­asta rík­is­stjórn Ís­lands í 15 ár og minnsta fylgi Fram­sókn­ar frá upp­hafi

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar minnk­ar í nýj­asta Þjóðar­púlsi Gallup en flokk­ur­inn er enn stærsti flokk­ur lands­ins. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur að­eins einu sinni mælst með jafn lít­inn stuðn­ing og sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna mæl­ist í fyrsta sinn í sögu henn­ar und­ir 30 pró­sent­um. Rík­is­stjórn­in er jafn­framt sú óvin­sæl­asta sem Ís­land hef­ur átt í rúm­lega 15 ár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara niðurlægð“
2
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
4
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
9
FréttirFlóttamenn

Í hjóla­stól á Lækj­ar­torgi: „Það kem­ur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
6
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
7
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
10
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár