Mislingar, kíghósti og hettusótt snúa aftur

Sótt­varna­lækn­ir kenn­ir dalandi þátt­töku í bólu­setn­ing­um um fjölg­un til­fella far­sótta hér á landi eft­ir heims­far­ald­ur COVID-19.

Mislingar, kíghósti og hettusótt snúa aftur
Mislingar Sóttvarnalæknir segir að dregið hafi úr MMR bólusetningum sem verja gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Mynd: Shutterstock

Rúmlega hundrað tilfelli kíghósta hafa greinst á Íslandi það sem af er ári, sjö tilfelli hettusóttar og tvö tilfelli mislinga. Sjúkdómarnir hurfu hérlendis á meðan COVID-19 faraldurinn reið yfir en hafa nú snúið aftur.

Í Farsóttafréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis sem kom út í dag, er varað við því að dregið hafi úr þátttöku í bólusetningum gegn þessum sjúkdómum á undanförnum árum. „Þessir sjúkdómar voru skæðir vágestir á Íslandi áður en almennar bólusetningar gegn þeim hófust en ekki hefur tekist að útrýma þeim úr heiminum,“ segir í fréttabréfinu. „Þeir greinast því reglulega erlendis og hérlendis hafa komið hópsýkingar eða hrinur á nokkurra ára fresti. Þátttaka í bólusetningum gegn þessum sjúkdómum hefur dalað víða í heiminum, ástand sem versnaði á meðan faraldurinn geisaði, og þá eykst hættan á dreifingu sjúkdómanna.“

Ónóg þátttaka í MMR bólusetningu

Tveir fullorðnir einstaklingar hafa greinst með mislinga það sem af er ári, annar í febrúar og hinn í apríl. Báðir höfðu smitast erlendis, en þetta var fyrsta smitið hér á landi síðan níu greindust í hópsmiti árið 2019.

Mislingar er bráðsmitandi og skæður veirusjúkdómur sem smitast með úðasmiti frá öndunarvegi. Sjúkdómurinn var skæður á 19. öld og fram eftir 20. öld en mjög dró úr nýgengi hans eftir að skipulagðar bólusetningar tveggja ára barna hófust 1976.

„Á árinu 2023 náðu mislingar mikilli útbreiðslu í Evrópu eftir hlé á tímum COVID-19 faraldursins“

Þátttaka Íslendinga í seinni skammti MMR bólusetningar dalaði á árunum 2021 til 2023 og fór undir 90 prósent. MMR bóluefni beinist gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. „Ljóst er að með ónógri þátttöku í bólusetningum er hætta á að mislingar breiðist hér út berist smit til landsins,“ segir í fréttabréfinu. „Á árinu 2023 náðu mislingar mikilli útbreiðslu í Evrópu eftir hlé á tímum COVID-19 faraldursins. Stórir faraldrar brutust út, m.a. í Rússlandi, Tyrklandi, Rúmeníu og nágrannaríkjum og var tíðni hæst meðal ungra barna.“

Ný hrina kíghósta

Sömuleiðis greindist enginn með kíghósta á tímum COVID-19 heimsfaraldursins en hrinur koma gjarnan á þriggja til fimm ára fresti. Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking, sérstaklega hjá börnum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hins vegar greindust tveir fullorðnir einstaklingar með kíghósta í byrjun apríl og voru það fyrstu tilfellin síðan 2019. Síðan þá hafa rúmlega 100 manns á aldrinum 1 til 68 ára greinst hér á landi, 75 þeirra með PCR-prófi og 30 til viðbótar með klínískri greiningu.

Bólusetningar barnshafandi kvenna við kíghósta hófust hér á landi á árið 2019 til þess að vernda nýbura fyrir sjúkdómnum að erlendu fordæmi. „Bólusetning gegn kíghósta hófst á Íslandi árið 1927 og skiplagðar almennar bólusetningar árið 1959,“ segir í fréttabréfinu. „Eftir það dró umtalsvert úr fjölda tilfella og sjúkdómurinn nánast hvarf til ársins 2012 þegar kíghósti tók að greinast aftur í meira mæli hér á landi. Kíghósti er landlægur víða í heiminum og eftir litla dreifingu á meðan heimsfaraldur COVID-19 stóð yfir hefur tilfellum í Evrópu fjölgað á ný.

Hettsótt með alvarlega fylgikvilla

Sjö einstaklingar á aldrinum 14 til 42 ára greindust hér á landi með hettusótt í febrúar og mars á þessu ári. Síðast greindist eitt stakt tilfelli árið 2020

„Hettusótt er smitandi veirusýking sem er yfirleitt hættulaus en getur valdið alvarlegum fylgikvillum“
HettusóttHettusótt getur valdið bólgum í andliti.

Hettusótt var nánast horfin í lok 20. aldar eftir að MMR bólusetning hafði náð útbreiðslu. Nokkrar hópsýkingar komu upp á þessari öld en engin tilfelli greindust árin 2021 til 2023. „Hettusótt er smitandi veirusýking sem er yfirleitt hættulaus en getur valdið alvarlegum fylgikvillum, sérstaklega hjá unglingum og fullorðnum, á borð við heilabólgu, heyrnarskerðingu, bólgu í brjóstum, briskirtli, eggjastokkum eða eistum. Bólgur í síðastnefndu líffærunum geta valdið ófrjósemi.“

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristín R. Magnúsdóttir skrifaði
    Ég fékk mislinga 3ja ára gömul og man því lítið hvernig mér leið. En ég fékk líka hlaupabólu 11-12 ára og man vel eftir henni. Klæjaði hræðilega mikið og mamma var á hlaupum að gæta þess að ég næði ekki í hárburstann hennar, en hann var með göddum og tilvalinn til að klóra sér með. Hvernig sem hún faldi hann, fann ég hann alltaf að lokum. Kíghósta fékk ég líka og var ekki hugað líf, hóstaði og kúgaðist á milli þess, sem ég var að kafna. Mér leið alveg hræðilega. Hlaupabólan er lunskur skratti og felur sig niður við mænuna og gýs svo upp einhvern tímann seinna og kallast þá Ristill. Og það er ekki gott að fá þann skratta. Fyrsta árið fylgdu sárir verkir eins og hníf væri stungið í hálsinn, þar sem ég fékk hann og í 8 ár á eftir, var ég með óhemju kláða á öllu ristilsvæðinu. Í guðanna bænum látið sprauta börnin ykkar við þessum alvarlegu sjúkdómum, svo og hettusótt.
    5
  • ÓS
    Ólöf Sverrisdóttir skrifaði
    Nú á að byrja á hræðsluáróðri til að fá alla í bólusetningu ;) Ég fékk mislinga og allir í kring um mig. það dó enginn.. þó tveir hafi fengið mislinga á undanförnum 2 árum og 2 kíghósta þá er það varla stórfrétt.
    -13
    • HJ
      Helga Jónsdóttir skrifaði
      Þú hefðir átt að heyra lýsingar móður minnar á því þegar þriggja mánaða gömul systir mín blánaði í verstu kíghóstaköstunum og hún hélt að hún mundi deyja. Sjálf man ég að bróðir minn, þá ungur maður, varð mjög þungt haldinn af hettusótt. Að sleppa bólusetningum er glæpsamlegt skeytingarleysi um heilsu okkar nánustu og annarra. Þó að þú og þín fjölskylda hafi ekki dáið úr mislingum er ég viss um að sum ykkar hefðu alveg viljað sleppa við þá reynslu.
      16
    • GDE
      Guðrún Dagný Einarsdóttir skrifaði
      Ég fékk líka mislinga. Ég lifði það af og fékk ekki varanlegan skaða af þeim, en hef aldrei verið jafn hundveik og þá. Það þurfti að vaka yfir mér í nokkra sólarhringa og ég vissi ekki af mér í langan tíma á eftir. Ég veit það ekki fyrir víst, en mig grunar sterklega að þrálátir höfuðverkir sem hrjáðu mig í áratugi hafi að einhverju leyti verið aukaverkun vegna mislinganna. Þó að flestir sleppi sem betur fer nokkuð vel frá þessum sjúkdómum er samt ekki ástæða til að líta svo á að þeir séu ekki hættulegir.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Smitsjúkdómar

Mest lesið

Upplifðu fallega stund áður en lögregla gekk til verka
2
Myndband

Upp­lifðu fal­lega stund áð­ur en lög­regla gekk til verka

Christa Hlín Lehmann, Daní­el Þór Bjarna­son og Lukka Sig­urð­ar­dótt­ir eru í hópi þeirra níu sem hafa lagt fram kæru á held­ur rík­inu vegna of­beld­is sem hóp­ur­inn tel­ur sig hafa orð­ið fyr­ir af hálfu lög­reglu á mót­mæl­um sem fram fóru 31. maí. Í við­tali við Heim­ild­ina lýsa þau upp­lif­un sinni á mót­mæl­un­um og hvað þau telja að hafi orð­ið til þess að þau leyst­ust upp í átök þar sem piparúða var með­al ann­ars beitt.
Running Tide hafi hunsað og falið óhagstæð álit
10
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hafi huns­að og fal­ið óhag­stæð álit

Banda­rísk­ur laga­pró­fess­or sem sér­hæf­ir sig í lög­gjöf vegna kol­efn­is­förg­un­ar, og sat í svo­köll­uðu vís­inda­ráði Runn­ing Tide, seg­ir fyr­ir­tæk­ið hafa stung­ið áliti hans und­ir stól og síð­an lagt ráð­ið nið­ur. Fyr­ir­tæk­ið hafi með óá­byrgri fram­göngu sinni orð­ið til þess að nú standi til að end­ur­skoða al­þjóða­sam­ing um vernd­un hafs­ins. Seg­ir fyr­ir­tæk­ið aldrei hafa feng­ið leyfi eins og hér á landi, án ít­ar­legri skoð­un­ar og strangs eft­ir­lits.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara niðurlægð“
3
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
4
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
8
FréttirFlóttamenn

Í hjóla­stól á Lækj­ar­torgi: „Það kem­ur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
6
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
7
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
9
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár