Assange frjáls – Hittir loks börnin sem þekkja bara pabba í fangelsi

Ju­li­an Assange, stofn­anda Wiki­leaks, var sleppt úr bresku ör­ygg­is­fang­elsi í gær­morg­un, eft­ir um fimm ára vist þar. Nú mun hann loks hitta syni sína tvo ut­an fang­elsis­veggj­anna.

Assange frjáls – Hittir loks börnin sem þekkja bara pabba í fangelsi
Assange Ætlar að snúa aftur til heimalandsins, Ástralíu. Hér sést hann á leið út í flugvél frá Bretlandi í gær. Mál Bandaríkjanna á hendur honum verður tekið fyrir á Norður-Marínaeyjum á morgun. Mynd: Skjáskot/Wikileaks

Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var sleppt úr fangelsi í Bretlandi í gærmorgun eftir að hann náði samkomulagi við bandarísk stjórnvöld um að játa að hluta á sig brot sem þau hafa ákært hann fyrir.

„Eftir rúm fimm ár í 2x3 metra klefa þar sem hann var einangraður í 23 klukkustundir á dag mun [Julian Assange] bráðum hitta eiginkonu sína Stellu Assange og börnin þeirra, sem hafa kynnst föður sínum í gegnum rimla,“ segir í færslu Wikileaks um málið. 

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, sagði í færslu á Facebook í nótt að margra ára barátta væri að skila árangri. „Þakka stuðninginn,“ skrifaði Kristinn.

Stella AssangeEiginkona Julians Assange á mótmælum vegna máls Bandaríkjanna gegn honum. Hægra megin við hana má sjá Kristinn Hrafnsson, ritstjóra Wikileaks.

Snýr aftur til Ástralíu

Bandarísk yfirvöld hafa haldið því fram að birting Wikileaks á skjölum frá stríði Bandaríkjanna í Írak og Afganistan hafi stofnað mannslífum í hættu. Vegna þessa hefur Assange eytt síðustu fimm árum í bresku öryggisfangelsi og barist gegn framsali til Bandaríkjanna. 

Samkvæmt bandarísku fréttastofunni CBS mun Assange ekki vera settur í bandarískt fangelsi en útlit er fyrir að dómurinn vegna brotanna sem hann er sagður ætla að játa á sig verði jafn langur og sú fangelsisvist sem hann hefur þegar setið af sér í Bretlandi.

Assange yfirgaf Bretland síðdegis í gær og ætlar hann sér að snúa aftur til heimalandsins Ástralíu, samkvæmt færslu Wikileaks.  Talsmaður ríkisstjórnar Ástralíu sagði við AFP í gær að mál Assange hafi dregist of lengi. 

Ákæran sem Assange samþykkti að gangast við verður tekin fyrir hjá dómstólum á Norður-Maríanaeyjum á morgun. Bandaríkin fara með stjórn eyjanna og eru þær mun nær Ástralíu en bandarískir dómstólar á Hawaii eða meginlandi Bandaríkjanna. 

Assange og lögmenn hans hafa lengi haldið því fram að mál Bandaríkjamanna gegn honum sé af pólitískum toga.

Yfirtók líf Stellu

Stella Assange ræddi mál eiginmanns síns við Heimildina árið 2021. Þá biðlaði hún til Íslendinga um að berjast fyrir frelsun hans.

„Þetta hefur í raun og veru yfirtekið líf mitt,“ sagði hún um baráttuna fyrir frelsi Julians.

„Ég gerði mér grein fyrir því frá byrjun að baráttan væri mjög hættuleg. Það voru mjög myrk öfl sem vildu setja hann í fangelsi til að þagga niður í honum og berjast gegn því sem Julian var að berjast fyrir.“

Þá sagði Stella að eiginmaður hennar væri að berjast við valdamikil öfl.

„Julian hefur reitt marga til reiði, ekki bara hernaðaryfirvöld og njósnastofnanir í Bandaríkjunum, heldur einnig bankana, stóru lyfjafyrirtækin og svo framvegis. Svo það eru mjög sterk öfl sem vilja þagga niður í Julian. Við sáum það til dæmis árið 2010, þegar Wikileaks birti gögn frá bandaríska hernum í Afganistan og Írak ásamt diplómataskjölunum, að meira að segja kreditkortafyrirtækin fóru að loka á Wikileaks. Þetta er bara eitt dæmi um hvernig pólitíkin hafði áhrif á einkageirann til að ráðast á Julian úr öllum áttum. Dómstólar á Íslandi komust síðan að þeirri niðurstöðu að þessi aðgerð kreditkortafyrirtækjanna væri ólögmæt.“

Gabriel og MaxSynir Assange hafa eingöngu hitt föður sinn inni í sendiráði og fangelsi.
Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    "Couldn't help but make me feel ashamed to live in a land where justic is a game"
    Bob Dylan Desire '78 Hurricane.
    Þó svo að samviska þessara tveggja vinaþjóða, USA og UK sé ekki upp á marga fiskana þá rankar hún við sér Þegar heilaþveginn almenningur stuggar við buddum þeirra.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Frábærar fréttir!
    En ég kemst ekki hjá því að vellta fyrir mér þeim möguleika að þetta útspil B.N.A. sé tilkomið til að fá ekki á sig óorðsstympil fyrir að dæma Assange saklausan í 100+ ára fangelsi.
    Og síðan þegar rykið er sest þá munu útsendarar CIA myrða Assange.
    Síðan eftir það verður því lýst yfir að sá sem sé helst grunaður um ódæðið.
    Sé einfari og talin frekar tæpur á geði.
    0
  • EHS
    Eiríkur Hans Sigurðsson skrifaði
    Þetta eru góðar fréttir. 🥰
    3
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Dásamlega góðar fréttir
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Upplifðu fallega stund áður en lögregla gekk til verka
4
Myndband

Upp­lifðu fal­lega stund áð­ur en lög­regla gekk til verka

Christa Hlín Lehmann, Daní­el Þór Bjarna­son og Lukka Sig­urð­ar­dótt­ir eru í hópi þeirra níu sem hafa lagt fram kæru á held­ur rík­inu vegna of­beld­is sem hóp­ur­inn tel­ur sig hafa orð­ið fyr­ir af hálfu lög­reglu á mót­mæl­um sem fram fóru 31. maí. Í við­tali við Heim­ild­ina lýsa þau upp­lif­un sinni á mót­mæl­un­um og hvað þau telja að hafi orð­ið til þess að þau leyst­ust upp í átök þar sem piparúða var með­al ann­ars beitt.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara niðurlægð“
3
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
4
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
8
FréttirFlóttamenn

Í hjóla­stól á Lækj­ar­torgi: „Það kem­ur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
6
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
7
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
9
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár