Alvarlegt feilspor í ballettinum

Ný út­tekt á kennslu­hátt­um og fram­koma kenn­ara við Ball­ett­skóla kon­ung­lega leik­húss­ins í Kaup­manna­höfn gagn­vart nem­end­um er áfell­is­dóm­ur yf­ir stjórn­end­um skól­ans og leik­húss­ins. Út­tekt­in var gerð í kjöl­far um­fjöll­un­ar eins af dönsku dag­blöð­un­um og vakti mikla at­hygli.

Ballettskóli konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn var stofnaður árið 1771, sama ár og Konunglegi ballettinn var formlega stofnaður. Ballettflokkurinn hafði þó starfað frá árinu 1748 en það ár hófst starfsemi Konunglega leikhússins við Kóngsins Nýjatorg. Ballettinn er hátt skrifaður í ballettheiminum og nýtur þar bæði virðingar og álits. Margir þekktir dansarar hafa gegnum árin stigið sín fyrstu spor í Ballettskólanum og síðan fengið fast starf við Konunglega ballettinn, þekktastur í þeim hópi er vafalítið August Bornonville (1805 – 1879).

Skólinn og leikhúsið hafa alla tíð verið nátengd og skólinn hefur alla tíð haft aðsetur í húsakynnum leikhússins við Kóngsins Nýjatorg. Nemendur eru teknir inn í Ballettskólann að undangengnum umfangsmiklum inntökuprófum. Skólinn er með bekkjakerfi, frá 0. – 9. bekkjar ásamt þriggja ára reynslutímabili. Frá og með öðru ári getur nemendum verið vísað úr skólanum standist þeir ekki þær kröfur sem gerðar eru til þeirra.

Ballettskólinn er jafnframt grunnskóli, sá hluti er kallaður Læseskolen, um langt árabil hefur N. Zahles skólinn í Kaupmannahöfn annast hina hefðbundnu grunnskólakennslu.  Skólinn er rekinn með fjárstyrk frá ríkinu auk skólagjalda nemenda. Danska námseftirlitsstofnunin (Styrelsen for Undervisning og Kvalitet) hefur eftirlit með bóknáminu sem fram fer í skólanum, en ekkert eftirlit er með ballettkennslunni. 

BallettBallettskóli konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn og leikhúsið hafa alla tíð verið nátengd og skólinn hefur alla tíð haft aðsetur í húsakynnum leikhússins við Kóngsins Nýjatorg.

Kusk á glansmyndina

Haustið 2023 birti dagblaðið Politiken langan greinaflokk um Ballettskóla Konunglega leikhússins, sem blaðamenn höfðu unnið að um langt skeið. Í greinaflokknum birtust viðtöl við 30 fyrrverandi nemendur ballettskólans en samtals ræddu blaðamennirnir við 48 einstaklinga, nemendur og foreldra. Rétt er að geta þess að umfjöllunin sneri eingöngu að ballettskólanum en ekki hinu hefðbundna grunnskólanámi í Læseskolen. Greinaflokkur Politiken vakti mikla athygli og um hana var fjallað í nær öllum dönskum fjölmiðlum. Ballettskólinn hefur iðulega verið sveipaður einskonar dýrðarljóma en yfir þessari umfjöllun var enginn dýðarljómi, heldur dökkt ský.

Líkamleg og andleg vanlíðan

Eins og áður sagði byggði umfjöllun Politken á viðtölum við fjölmarga fyrrverandi nemendur sem voru í skólanum á árunum 2010 – 2020 og einnig foreldra og aðstandendur nemenda.

Meðal þeirra sem rætt var við er Klara Maj Stockmarr, hún var í skólanum frá 11 til 14 ára aldurs, hún er 24 ára í dag. Hún lýsti því í viðtalinu að sér og öðrum, nemendum allt niður í 9 ára aldur hefði sífellt verið skipað að léttast, þótt allir í hópnum hafi verið grannir, sumir allt of grannir. „Ég fór að æfa sífellt meira, hljóp, hjólaði og synti, allt til að geta uppfyllt kröfur kennaranna og skólastjórans,“ sagði Klara Maj Stockmarr. 17 þeirra fyrrverandi nemenda, meirhlutinn stúlkur, sem Politiken ræddi við greindu frá því að þeir hefðu, meðan á náminu stóð og allar götur síðan glímt við átröskun, þar á meðal áðurnefnd Klara Maj Stockmarr. Veran í skólanum hefur einnig leitt til þess að margir úr hópnum hafa þurft að leita til geðlækna til að ná tökum á lífi sínu, eins og Klara Maj Stockmarr komst að orði.

Drottning fylgist með ballettdönsurumMargir þekktir dansarar hafa gegnum árin stigið sín fyrstu spor í Ballettskólanum og síðan fengið fast starf við Konunglega ballettinn.

Margar stúlknanna og sumir drengjanna (þeir er ætíð miklu færri í skólanum) lýstu því hvernig þau hefðu nánast svelt sig heilu og hálfu dagana til að uppfylla kröfur kennaranna. Og í mörgum tilvikum dugði það ekki til og þeim neitað um að halda áfram náminu. Ballettmeistarinn, yfirmaður Ballettskóla Konunglega leikhússins fylgist grannt með nemendum á efri stigum skólans og þeim sem skara fram úr er gjarna boðin staða í ballettflokknum að námi loknu.

Kvartanir og ábendingar báru engan árangur

Mörgum foreldrum blöskraði sú breyting sem orðið hafði á börnunum þegar þau komu heim í leyfi. Og sömuleiðis lýsingum þeirra á framkomu kennaranna og stjórnenda skólans. Margir foreldrar höfðu samband, ýmist símleiðis eða með bréfaskrifum, við skólann en fengu ætíð lítil eða engin svör. Margir foreldrar hikuðu einnig við að kvarta. „Ég var viss um að ef ég kvartaði myndi það bitna á dóttur minni,“ sagði móðir sem Politiken ræddi við.

Stjórn Konunglega leikhússins fyrirskipaði rannsókn

Í kjölfar umfjöllunnar Politiken síðastliðið haust, og í kjölfarið fleiri fjölmiðla, beindi Kasper Holten leikhússtjóri Konunglega leikhússins, og æðsti yfirmaður ballettskólans, því til stjórnar leikhússins, að fram færi rannsókn á kennsluháttum ballettskólans og starfsemi hans. Stjórnin fól í framhaldinu lögfræðistofunni Horten að annast rannsóknina og skila skýrslu að rannsókn lokinni. Lögfræðistofan fékk skipun um að vinna hratt og skýrslan barst stjórn leikhússins fyrir skömmu.

Kolsvört skýrsla

Í stuttu máli staðfestir rannsókn lögfræðistofunnar Horten allt sem fram kom í umfjöllun Politiken og er áfellisdómur yfir skólanum og stjórnendum hans. Í skýrslunni eru jafnframt settar fram 40 ábendingar um úrbætur, 8 þeirra eru frá lögfræðistofunni sjálfri en hinar 32 eru frá sálfræðingum og öðrum sérfræðingum. Lagðar eru til gagngerar breytingar á starfsemi skólans. Lars Barfoed stjórnarformaður Konunglega leikhússins (fyrrverandi þingmaður og ráðherra) sagði í viðtali að þessari skýrslu yrði ekki stungið undir stól og nú þegar yrði hafist handa um úrbætur samkvæmt þeim ábendingum sem fram koma í skýrslunni. Lars Barfoed, sem tók við stjórnarformennskunni haustið 2023, sagði jafnframt að leitað yrði aðstoðar færustu sérfræðinga, eins og hann komst að orði.

Kasper Holten leikhússtjóri Konunglega leikhússins  (síðan 2018) og Nikolaj Hübbe stjórnandi ballettsins (frá árinu 2008) hafa báðir beðið fyrrverandi og núverandi nemendur ballettskólans afsökunar á öllu því sem miður hefur farið. Núverandi ráðningartímabil Nikolaj Hübbe rennur út árið 2026 og fyrir nokkrum mánuðum síðan tilkynnti hann að hann myndi ekki sækjast eftir endurráðningu.

Þeir Kasper Holten og Nikolaj Hübbe hafa báðir fengið áminningu frá stjórn leikhússins.

ÁminningKasper Holten leikhússtjóri Konunglega leikhússins ásamt Morten Kirkskov leikhússtjóra, Nikolaj Hübbe stjórnanda ballettsins og John Fulljames óperustjóra. Kasper og Nikolaj hafa báðir fengið áminningu frá stjórn leikhússins vegna nýrrar úttektar á kennsluháttum og framkomu kennara við Ballettskóla konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn gagnvart nemendum.
Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GRR
    Gísli Ragnar Ragnarsson skrifaði
    Í myndatexta er ágæt regla að greina frá nöfnum einstaklinga á myndinni í sömu röð og þeir birtast þar.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
6
FréttirFlóttamenn

Í hjóla­stól á Lækj­ar­torgi: „Það kem­ur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.
Leita réttar síns fyrir næstu kynslóðir mótmælenda
8
Fréttir

Leita rétt­ar síns fyr­ir næstu kyn­slóð­ir mót­mæl­enda

Níu ein­stak­ling­ar sem all­ir voru við­stadd­ir mót­mæli Fé­lags Ís­land-Palestínu sem hald­in voru fyr­ir ut­an rík­is­stjórn­ar­fund við Skugga­sund þann 31. maí höfða mál gegn rík­inu vegna of­beld­is af hálfu lög­reglu. Á mót­mæl­un­um beitti lög­regla lík­am­legu valdi og piparúða til þess að kveða nið­ur mót­mæl­in og greiða för ráð­herra­bíls. Níu­menn­ing­arn­ir telja lög­reglu hafa brot­ið á tján­ing­ar- og funda­frelsi sínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
3
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
5
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
6
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
8
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
7
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
8
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
9
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár