Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
Matvælaráðherra Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hefur gefið Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum árið 2024. Mynd: Golli

Í gær sagði Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, við Heimildina að þær 29 langreyðar sem leyfi væri fyrir að veiða milli Austur-Íslands og Færeyja árið 2024 yrðu aldrei veiddar sökum fjarlægðar frá hvalstöðinni. Sagði Árni að honum fyndist óábyrgt að blanda þessu svæði saman við svæðið milli Vestur-Íslands og Grænlands í veiðileyfinu. En á því svæði verður leyft að veiða 99 hvali í sumar. 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir aðspurð að svona hafi þetta verið gert í gegnum tíðina. Að leyfi hafi verið gefin út á báðum þessum svæðum þrátt fyrir að sennilega hafi þau aldrei verið nýtt á öðru þeirra. „Leyfisreglan hefur verið sú að gefa þetta út á báðum stöðum. Og við breyttum engu í því núna,“ segir hún.

Er þetta þá ekki smá villandi framsetning að tala um 128 þegar þetta eru þá í rauninni bara 99 dýr sem má veiða?

„Þetta hefur verið með þessum hætti fram til þessa. Við í rauninni breyttum engu í því varðandi framsetninguna. Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja,“ segir Bjarkey.

Hefur áður tekið langan tíma

Hún neitar að einhver sérstök hugsun eða mögulegur vilji liggi bak við það að draga ákvörðun sína svo lengi. „Ég kem hérna inn, það eru rétt um tveir mánuðir síðan. Þegar ég fékk þetta verkefni til mín þá óskaði ég eftir því að við myndum fara ofan í kjölinn á þessu máli. Og afla okkur gagna sem við höfum svo verið að gera“ segir hún.

„Ég vil halda því til haga að þetta er ekki í fyrsta sinn, þetta hefur gjarnan tekið talsverðan tíma.“ Hún bendir á að árið 2019 hafi Kristján Þór Júlíusson tekið sér fjóra mánuði í afgreiðslu málsins. „Án þess að nokkuð hefði í sjálfu sér breyst í lagaumhverfinu.“ Þá hafi leyfið ekki komið fyrr en 5. júlí.

Nú hafi þurft að taka tillit til álit umboðsmanns Alþingis frá í upphafi árs, sjónarmið og velferð dýra auk alþjóðlegra skuldbindinga. „Þetta erum við búin að vera að taka okkur tíma í að fara vel yfir. Þetta var til dæmis ekki undir á sínum tíma þegar þáverandi ráðherra tók sína ákvörðun.“

Nú hafa bæði þú og fulltrúar hinna stjórnarflokkanna vísað í að þessi ákvörðun sé tekin með vísun í lög. Það hefur verið mikill tími til að breyta lögum ef að vilji hefði verið til. Stóð vilji VG til þess að breyta lögum í þessa veru?

„Ég held að vilji Vinstri grænna liggi alveg fyrir í þessu máli. Vinstri græn hafa ályktað um það að hætta hvalveiðum. Ég kem eins og kunnugt er inn þegar vel er liðið á vorið og við erum u.þ.b. að ljúka þingi. Það er alveg ljóst að ég hefði ekki getað farið með jafn umdeilt mál inn á Alþingi og gert ráð fyrir því að fá afgreiðslu á því fyrir vorið.“

Bjarkey segir þó að halda þurfi áfram að taka samtal um málið í samfélaginu. 

Ekki alltaf hægt að hafa hlutina eftir eigin höfði

Ef ég skil þig rétt þá er þín sannfæring að Íslendingar ættu ekki að veiða hvali. Finnst þér rétt að sitja sem ráðherra málaflokks þegar þú ert í rauninni að taka ákvarðanir gegn þinni samvisku? 

„Í sjálfu sér er margt sem maður stendur frammi fyrir í stjórnsýslunni þegar maður þarf að taka ákvarðanir. Það er alveg ljóst að ráðherra hvers málaflokks á hverjum tíma getur aldrei búist við því að standa ekki frammi fyrir ákvörðunum sem honum falla alltaf í geð eða eru samkvæmt hans stjórnmálaskoðun. Þannig er það bara.“

Þá segir Bjarkey að sennilega væri enginn ráðherra ef hann þyrfti ekki að horfast í augu við það að hlutirnir væru ekki alltaf eftir hans eigin höfði. „Það væri heldur ekki gott ef það væri alltaf þannig að það gæti allt verið eftir manns eigin höfði. Þess vegna erum við nú með lög og reglur.“

Bjarkey vildi ekki svara því hvernig henni liði með ákvörðunina. „Í sjálfu sér er kannski tæplega hægt að tala um mína líðan, þetta er bara ákvörðun sem ég varð að taka og ég er svosem bara ósköp fegin að vera búin að taka hana og lítið meira um það að segja.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Ráðherra treystir sér ekki með hvalveiðina inn í þingið.
    Þetta mál er vel til þess fallið að setja í þjóðaratkvæði. Við höfum vel vit á því Íslendingar hvort leyfa skuli hvalveiði eða ekki. Og ef við kysum að leyfa ekki, þá má gefa Hvalamanninum 2 ár til að snúa sér að einhverju öðru. Ef við kysum að leyfa veiðar, þá það. Máli lokið.
    Að eyða tíma og fé þings og þjóðar í þetta mál lengur er fáfengilegt og raunar hlægilegt hvernig umræðan er nú.
    Hvað er þetta eiginlega með ísl. stjórnvöld og þjóðaratkvæði?
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.

Mest lesið

Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
2
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
3
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
4
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
8
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
1
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
3
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
9
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár