Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku

Tíma­bund­inn að­stoð­ar­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Andri Steinn Hilm­ars­son, hef­ur ósk­að eft­ir tíma­bundnu leyfi frá skyld­um sín­um sem kjör­inn full­trúi í Kópa­vogi. Í mán­uð sat Andri Steinn á báð­um stöð­um en sam­kvæmt lög­um er að­stoð­ar­mönn­um óheim­ilt að sinna auka­störf­um sam­hliða nema fyr­ir þau sé greitt hóf­lega og að­stoð­ar­mað­ur­inn fái sér­staka und­an­þágu.

Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku
Aðstoðarmaður Andri Steinn Hilmarsson tekur leyfi frá öðrum störfum á meðan hann starfar fyrir ráðherrann.

Andri Steinn Hilmarsson var í mánuð bæði aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og bæjarfulltrúi hjá Kópavogsbæ. 

Hann hefur nú óskað eftir tímabundnu leyfi frá skyldum sínum sem kjörinn fulltrúi í Kópavogi. „Það tekur bæði til bæjarstjórnar og nefnda sem ég sit í á vegum bæjarins,“ segir Andri í tölvupósti til Heimildarinnar. 

Áður hafði verið óskað eftir áliti frá forsætisráðuneytinu vegna ráðningar hans.

Samkvæmt lögum um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands kemur fram að störf aðstoðarmanna ráðherra teljist full störf og að þeim sé óheimilt að sinna aukastörfum samhliða, nema fyrir því fáist sérstök undanþága.

Andri Steinn hóf störf sem aðstoðarmaður 12. maí en það var tilkynnt 5. júní síðastliðinn, degi eftir að Heimildin sendi ráðuneytinu fyrirspurn um ráðninguna. Hún er tímabundin en Andri er að leysa Eydísi Örnu Líndal af á meðan hún er í barneignarleyfi. 

Andri Steinn fór í leyfi frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins sama dag og hann tók við starfi aðstoðarmanns Áslaugar Örnu. Hann hverfur aftur þangað þegar tímabundnu aðstoðarmannsstarfinu er lokið, samkvæmt skriflegu svari hans til Heimildarinnar. Aftur á móti var Andri Steinn enn bæjarfulltrúi og fulltrúi í bæjar- og skipulagsráði hjá Kópavogsbæ þegar Heimildin sendi honum fyrirspurn um það í lok síðustu viku. Í tölvupósti á miðvikudag sagðist hann svo hafa óskað eftir tímabundnu leyfi frá „skyldum mínum sem kjörinn fulltrúi í Kópavogi“.

Dómgæsla og stjórnarseta í stjórn UN Women leyfileg

Ráðherra getur veitt undanþágu frá lögum um að aðstoðarmönnum sé óheimilt að sinna aukastörfum samhliða „ef fyrirhugað aukastarf telst til mannúðarstarfa, kennslu- eða fræðistarfa, vísindarannsókna, listsköpunar eða annarra og tilfallandi starfa svo fremi að það hafi ekki áhrif á störf viðkomandi í Stjórnarráði Íslands og greiðslur fyrir aukastörfin teljast innan hóflegra marka“.

Fastar mánaðarlegar greiðslur til Andra vegna setu í bæjarstjórn voru 28 prósent af þingfararkaupi, eða um 410.000 krónur, og greiðslur fyrir setu í bæjarráði um 30 prósent af þingfararkaupi, eða um 440.000 krónur. Mánaðarlaun aðstoðarmanna ráðherra voru í fyrra yfir 1,5 milljónir.

Ekkert er kveðið á um það í lögunum hvað nákvæmlega telst til hóflegra greiðslna og þar er jafnframt ekki tekið fram hvort pólitísk störf geti fengið undanþágu. Fyrri aukastörf sem aðstoðarmenn hafa fengið undanþágu fyrir eru annars vegar stjórnarseta í stjórn landsnefndar UN Women á Íslandi, en það var ólaunað starf, og hins vegar dómgæsla á vegum Körfuknattsleikssambands Íslands.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
1
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
2
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
2
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
4
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
6
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
9
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
10
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár