Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.

Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
Enn þörf Sjúkratryggingar Íslands, sem Sigurður Helgi Helgason stýrir, segja að enn sé þörf á að útvista aðgerðum gegn legslímuflakki samkvæmt ráðuneyti Willums Þór Þórssonar.

Sjúkratryggingar Íslands segja að átak vegna aðgerða gegn legslímuflakki sem ráðist var í með aðkomu einkaaðila eins og Klíníkurinnar hafi skilað árangri fyrir þær konur sem glíma við þennan kvalafulla sjúkdóm. Þess vegna hafi verið ákveðið að ráðast í frekari útvistun á slíkum aðgerðum. Heimildin hefur fjallað um þessa fyrirhuguðu útvistun á aðgerðunum og hafa Sjúkratryggingar Íslands nú sent blaðinu svör við spurningum um þær. 

Læknar á Landspítalanum eru sumir hverjir hugsi yfir þessari útvistun þar sem ekki séu biðlistar eftir legslímuflakksaðgerðum nú um stundir. Þar af leiðandi spyrja þeir sig að því af hverju þurfi að útvista aðgerðunum til einkaaðila eins og Klíníkurinnar. Í svörum Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að vegna þessarar gagnrýni frá Landspítalanum ætli stofnunin að kanna hana sérstaklega áður en gengið verður til samninga við einkaðila um frekari aðgerðir. 

Svör Sjúkratrygginga við spurningum Heimildarinnar eru birt í heild sinni hér fyrir neðan. 

„Mat heilbrigðisráðuneytisins bendir enn til þess að talsverð þörf sé fyrir framkvæmd aðgerðanna utan heilbrigðisstofnana ríkisins.“

Enn þörf fyrir aðgerðum einkaaðila

Í svörum Sjúkratrygginga Íslands við spurningum um útvistunina kemur fram að það sé mat heilbrigðisyfirvalda að ennþá sé þörf fyrir því að einkaaðilar geri aðgerðir gegn legslímuflakki. 

Stofnunin segir: 

„Tilurð þess að framkvæmdar séu kviðsjáraðgerðir vegna legslímuflakks utan heilbrigðisstofnana ríkisins með greiðsluþátttöku var ríkt ákall um að aðgengi að slíkum aðgerðum yrði aukið. Í október 2022 fól heilbrigðisráðuneytið Sjúkratryggingum að semja um kviðsjáraðgerðir til greiningar eða meðferðar við sjúkdómum sem heyra undir sérsvið kvensjúkdómalækna, þar á meðal aðgerðir vegna endómetríósu. Samið var um að þau sem hefðu brýnustu þörf fyrir slíkar aðgerðir hefðu forgang og var samið um takmarkað aðgerðarmagn við Klíníkina Ármúla á grundvelli fjárveitingar. Þó að ekki hafi verið til staðar miðlægur biðlisti á þeim tíma var engu að síður talsverður skortur á aðgengi að þjónustu og gat biðtími verið langur. Þá höfðu einhver þegar leitað til Sjúkratrygginga og fengið synjun um greiðsluþátttöku.

Að mati Sjúkratrygginga hefur átakið skilað árangri í því að auka aðgengi að nauðsynlegri þjónustu en ljóst er að enn kann að vera einhver þörf fyrir slíkar aðgerðir. Mat heilbrigðisráðuneytisins bendir enn til þess að talsverð þörf sé fyrir framkvæmd aðgerðanna utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Hins vegar gefa athugasemdir yfirlækna heilbrigðisstofnana ástæðu til þess að greina biðtíma eftir slíkum aðgerðum nánar og að kanna ástæður þess að lítil bið sé eftir slíkum aðgerðum á Landspítalanum. Verður það gert í aðdraganda samningsgerðar.

Árétta verður einnig að þó að ekki sé til staðar miðlægur biðlisti þá miðar texti auglýsingarinnar að öllum lýðheilsutengdum aðgerðum, óháð því hvort að miðlægur biðlisti sé til staðar. Fyrirsögn auglýsingarinnar er ekki síst hugsuð með það að sjónarmiði að ná til sem flestra veitenda heilbrigðisþjónustu til að fá sem besta mynd af framboði í þeim aðgerðarflokkum sem stefnt er að því að gera samninga um.

Það liggur fyrir þegar samið verður til lengri tíma að nauðsynlegt er að eiga samtal um þverfaglega veitingu slíkrar heilbrigðisþjónustu. Hafa Sjúkratryggingar þegar fundað með starfsfólki Landspítala um biðlistamál og hefur stofnunin eins mótttekið erindi frá yfirlæknum heilbrigðisstofnana með sjónarmiðum um veitingu þjónustunnar. Sjúkratryggingar munu meta þau sjónarmið og verður tekið tillit til þeirra við samningsgerðina.

Fjárveiting til þessara aðgerða var tryggð í fjárlögum ársins 2023 og í fjárlögum ársins 2024 var gert ráð fyrir að samtals 1 ma.kr. yrði varið til að stytta biðlista eftir tilteknum skurðaðgerðum, þar sem endómetríósuaðgerðir voru sérstaklega tilgreindar. Þá liggja fyrir fyrirmæli heilbrigðisráðuneytisins um aðgerðarflokka sem auglýsa á sem lýðheilsutengdar aðgerðir á grundvelli þeirrar fjárveitingar.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.
Lóð keypt af hjúkrunarheimilinu fyrir fimmtung af því sem hún seldist á
Viðskipti

Lóð keypt af hjúkr­un­ar­heim­il­inu fyr­ir fimmt­ung af því sem hún seld­ist á

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún var not­að til að veita dótt­ur­fé­lagi þess selj­endalán ár­ið 2014 til að kaupa lóð af því. Verð­ið sem hjúkr­un­ar­heim­il­ið seldi lóð­ina á nam ein­ung­is tæp­lega 1/5 hluta af því sem lóð­in var á end­an­um seld á ár­ið 2022. Með þessu móti mynd­að­ist hagn­að­ur­inn af sölu lóð­ar­inn­ar í öðru fé­lagi en hjúkr­un­ar­heim­il­inu.

Mest lesið

Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
1
Allt af létta

Rugl­að sam­an við Höllu T. og drakk frítt allt kvöld­ið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
2
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.
Tvær konur hnífjafnar í einum mest spennandi kosningum lýðveldissögunnar
3
GreiningForsetakosningar 2024

Tvær kon­ur hníf­jafn­ar í ein­um mest spenn­andi kosn­ing­um lýð­veld­is­sög­unn­ar

Loka­kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að það eru yf­ir­gnæf­andi lík­ur á því að ann­að hvort Halla Tóm­as­dótt­ir eða Katrín Jak­obs­dótt­ir verði næsti for­seti Ís­lands. Hálf millj­ón sýnd­ar­kosn­ing­ar sýna að vart er hægt að greina mun á lík­um þeirra á sigri. Leita verð­ur aft­ur til árs­ins 1980 til að finna jafn tví­sýn­ar kosn­ing­ar.
Stendur keik frammi fyrir kjósendum
7
ViðtalForsetakosningar 2024

Stend­ur keik frammi fyr­ir kjós­end­um

Helga Þór­is­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi stend­ur keik frammi fyr­ir kjós­end­um á kjör­dag. Flest­ir í nán­asta um­hverfi Helgu koma úr heil­brigð­is­geir­an­um og um langt skeið kom ekk­ert ann­að til greina en að verða lækn­ir. Þó svo að hún hafi á end­an­um val­ið lög­fræði seg­ir hún að grunn­gildi sín séu að hlúa að sam­fé­lag­inu og gera það betra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
4
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Geðlæknirinn sem hefur upplifað „hæstu hæðirnar og lægstu lægðirnar“
10
Viðtal

Geð­lækn­ir­inn sem hef­ur upp­lif­að „hæstu hæð­irn­ar og lægstu lægð­irn­ar“

Þeg­ar lækn­ir nefndi fyrst við Astrid Freisen, nú geð­lækni á Kleppi, ár­ið 2006 að hún gæti ver­ið með geð­hvörf trúði hún því ekki. Það var ekki fyrr en fjór­um ár­um síð­ar, þeg­ar hún hafði í man­íu synt í ánni Rín, keyrt bíl á rúm­lega 200 kíló­metra hraða og eytt „mjög mikl­um“ pen­ing­um, sem hún var til­bú­in í að við­ur­kenna vand­ann og sækja sér með­ferð. Síð­an þá hef­ur hún gert sitt til þess að berj­ast gegn for­dóm­um gegn fólki með geð­hvörf, með­al ann­ars með nýrri bók þar sem hún seg­ir frá sinni reynslu.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár